Guðríður Þórðardóttir (Fagradal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðríður Þórðardóttir kennari, síðar hjá móður sinni í Eyjum fæddist 31. ágúst 1873 og lést 8. september 1921.
Foreldrar hennar voru Þórður Jónsson bóndi í Syðri-Rotum í Landeyjum, síðar í Hamragörðum u. Eyjafjöllum, f. 1. júní 1846, d. 15. apríl 1887, og kona hans Guðrún Magnúsdóttir ljósmóðir, einn af bjargvættum Eiríks frá Brúnum, er aðsúgur var gerður að honum vegna mormónatrúboðs hans u. Eyjafjöllum. Hún var stofnfélagi Betelsafnaðarins í Eyjum.

Börn Guðrúnar og Þórðar voru:
1. Guðríður heimiliskennari í Eyjafjallahreppi, síðar í Eyjum, f. 31. ágúst 1873, d. 8. september 1921.
2. Magnús Þórðarson, f. 20. september 1874, kvæntur í Eyjum, skildi og fór til Vesturheims. Hann kvæntist þar Vigdísi Jónsdóttur frá Ásgarði.
3. Ísleifur, f. 29. okt. 1876, d. 3. sept. 1895.
4. Karólína, f. 9. október 1881, d. 15. júlí 1886.
Börn Guðrúnar og síðari manns hennar Markúsar í Hamragörðum:
5. Markús, f. 25. janúar 1891, d. 9. apríl 1893.
6. Þórunn, f. 23. september 1892, d. 1. júní 1921, gift Jóni Gíslasyni útgerðarmanni og verkstjóra, síðar á Ármótum í Eyjum, („Jóni á Ármóti“). Þau voru foreldrar Markúsar og Þórarins.
7. Karólína Margrét, f. 24. október 1894, d. 11. nóvember 1894.

Guðríður var heimiliskennari í Eyjafjallahreppi, síðan bjó hún í Eyjum, var námsmey í Hvítárbakkaskóla 1910, en sjúklingur undir vernd móður sinnar í Fagradal við Bárustig 16 1920.
Hún lést 1921.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.