Grímur Bessason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. júní 2005 kl. 11:03 eftir Jonas (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. júní 2005 kl. 11:03 eftir Jonas (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Grímur Bessason, 1745 til 1748. Hann var fæddur 1719. Sonur Bessa Árnasonar að Hrafnkelsstöðum og konu hans Guðrúnar Þórðardóttur. Varð stúdent frá Skálholtsskóla 1741, síðar djákn að Skriðuklaustri og í þjónustu Þorsteins sýslumanns Sigurðssonar á Víðivöllum, en vígðist að Ofanleiti 1745, en hélt því embætti í aðeins þrjú ár, eða þar til hann fékk Ás í Fellum og síðar Hjaltastaði í Útmannasveit, sem hann hélt til æviloka. Hann var talinn gáfumaður og kennimaður góður þegar hann vildi við hafa og skáldmæltur vel. Kona hans var Oddný Árnadóttir, lögréttumanns á Arnheiðarstöðum og áttu þau tvo syni, sem upp komust. Hann andaðist 1785.