Elsa Pálsdóttir (Litlu-Heiði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. mars 2023 kl. 15:39 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. mars 2023 kl. 15:39 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Elsa Pálsdóttir (Litlu-Heiði)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Elsa Pálsdóttir frá Litlu-Heiði í Mýrdal, húsfreyja fæddist þar 11. júlí 1936.
Foreldrar hennar voru Páll Pálsson bóndi, f. 11. mars 1902 á Litlu-Heiði, d. 13. júní 1978, og kona Margrét Tómasdóttir húsfreyja, f. 31. mars 1904 í Vík í Mýrdal, d. 28. desember 1994.

Elsa var með foreldrum sínum.
Þau Jakob giftu sig 1973, eignuðust eitt barn. Þau voru bændur á Litlu-Heiði, en bjuggu í Vík. Þau fluttu til Eyja 2006, bjuggu við Foldahraun 37h.
Jakob lést 2012.

I. Maður Elsu, (30. desember 1973), var Jakob Ólafsson frá Fagradal í Mýrdal, bóndi, vinnuvélastjóri, f. 2. október 1928, d. 5. febrúar 2012.
Barn þeirra:
1. Ólafur Jakobsson, f. 26. október 1969. Kona hans Lovísa Inga Ágústsdóttir. Þau búa við Hrauntún 63.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 11. febrúar 2012. Minning Jakobs.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.