Jakob Ólafsson (Fagradal)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Jakob Ólafsson.

Jakob Ólafsson frá Fagradal í Mýrdal, bóndi, vinnuvélastjóri fæddist þar 2. október 1928 og lést 5. febrúar 2012 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Ólafur Jakobsson bóndi, f. 2. mars 1895 í Skammadal í Mýrdal, d. 18. júlí 1985, og kona hans Sigrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 29. október 1894 í Heiðarseli á Síðu, d. 26. febrúar 1997.

Börn Sigrúnar og Ólafs - í Eyjum:
1. Guðríður Ólafsdóttir húsfreyja á Karlsbergi við Heimagötu 20, f. 21. október 1919, d. 21. október 1984.
2. Guðfinna Kjartanía Ólafsdóttir húsfreyja á Vallargötu 6, f. 16. september 1923, d. 9. maí 2015.
3. Jakob Ólafsson bóndi, vinnuvélastjóri, f. 2. október 1928, d. 5. febrúar 2012.

Ólafur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann nam við Héraðsskólann á Laugarvatni.
Ólafur var með foreldrum sínum til 1951 og aftur 1954 til 1960, var vinnumaður hjá þeim síðar.
Hann varð snemma sjómaður og stundaði sjómennsku um nokkurra ára skeið uns hann varð bóndi í Fagradal. Hann varð vinnuvélastjóri, bjó í Vík, vann á jarðýtu við vegaframkvæmdir og síðar á vélaverkstæðinu Víkurvögnum. Hann sneri aftur að bústörfum og varð bóndi á Litlu-Heiði í Mýrdal um 1981, en bjó í Vík.
Jakob var félagi í Björgunarsveitinni Vikverja.
Þau Elsa giftu sig 1973, eignuðust eitt barn. Þau fluttu til Eyja 2006, bjuggu við Foldahraun 37h.
Jakob lést 2012.

I. Kona Jakobs, (30. desember 1973), er Elsa Pálsdóttir frá Litlu-Heiði í Mýrdal, húsfreyja, f. þar 11. júlí 1936.
Barn þeirra:
1. Ólafur Jakobsson, f. 26. október 1969. Kona hans Lovísa Inga Ágústsdóttir. Þau búa við Hrauntún 63.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 11. febrúar 2012. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.