Elínborg Guðný Ólafsdóttir (Hjalla)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. maí 2014 kl. 18:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. maí 2014 kl. 18:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Elínborg Guðný Ólafsdóttir (Hjalla)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Elínborg Guðný Ólafsdóttir húsfreyja á Hjalla fæddist 9. nóvember 1893 að Kirkjufelli í Eyrarsveit, en flutti til Eyja árið 1914 og lést 15. desember 1944.

Faðir hennar var Ólafur bóndi og sjómaður á Vaðstakksheiði, Fossi, Hellnafelli og Fáskrúð á Snæfellsnesi norðan Jökuls, f. 14. júní 1857, d. 21. mars 1929, Magnússon sjávarbónda á Blómsturvöllum á Hellissandi frá 1843, „Brokeyjar-Magnús“, f. 6. júlí 1817, d. 9. mars 1867, Guðmundssonar bónda og gullsmiðs í Fremri-Hundadal í Mið-Dölum, f. 1773 á Sólheimum í Laxárdal, d. 1. desember 1839, Tómassonar, og konu Guðmundar Tómassonar, Sesselju húsfreyju og hannyrðakonu frá Snóksdal í Mið-Dölum, húsfreyju í Fremri-Hundadal þar 1818, f. 1779, d. 30. ágúst 1830, Sveinsdóttur.
Móðir Ólafs á Vaðstakksheiði og kona Magnúsar á Blómsturvöllum var Ingveldur húsfreyja á Blómsturvöllum í Ingjaldshólssókn 1860, f. 11. janúar 1822, á lífi 1870, Gísladóttir bónda á Litlu-Dumpu í Ingjaldshólssókn 1835, f. 25. febrúar 1796 á Litlabæ í Álftaneshreppi á Mýrum, d. 19. desember 1840, Pálssonar, og konu Gísla Pálssonar, Kristínar húsfreyju, f. 18. janúar 1799, d. 25. mars 1868, Björnsdóttur.

Móðir Elínborgar Guðnýjar og kona Ólafs Magnússonar var Oddný húsfreyja á Fossi utan Ennis á Snæfellsnesi 1910, f. 13. desember 1856, d. 9. júlí 1927, Björnsdóttir bónda á Þorkelshóli í Víðidal í A-Hún., síðar á Ytri-Hrafnabjörgum í Hörðudal í Dal., f. 11. maí 1820, d. 13. júní 1863, Gestssonar bónda á Hvoli í Breiðabólstaðarsókn í Hún., f. 30. maí 1791, d. 29. maí 1859, Þórarinssonar, og konu Gests á Hvoli, Guðrúnar húsfreyju, f. 21. apríl 1790, d. 26. maí 1866, Guðmundsdóttur.
Móðir Oddnýjar og kona (5. október 1844) Björns á Þorkelshóli var Halldóra húsfreyja, f. 1818, d. 10. janúar 1875, Sigfúsdóttir Bergmanns bónda á Ysta-Mó í Skagafirði 1801 og síðar bónda og hreppstjóra á Þorkelshóli í Víðidal í A-Hún., skírður 3. desember 1765, d. 7. mars 1844, Sigfússonar, og barnsmóður Sigfúsar Bergmanns, Halldóru, síðar húsfreyju á Litlu-Ásgeirsá, f. 6. janúar 1790, d. 9. ágúst 1833, Tómasdóttur.

Elínborg Guðný var með foreldrum sínum á Vaðstakksheiði á Snæfellsnesi 1901. Hún fluttist til Eyja 1914, var húsfreyja á Hjalla með Sigurði og barninu Oddnýju Ólafíu 1920, húsfreyja og sjómannskona á Herjólfsgötu 12A 1930. Hún bjó að Vesturvegi 30, Sunnuhlíð við andlát.

Maður Elínborgar Guðnýjar var Sigurður Helgason frá Götu, fæddur 11. desember 1888, dáinn 24. júlí 1935, hrapaði við fuglaveiðar í Miðkletti.

Börn Elínborgar Guðnýjar og Sigurðar voru:
1. Oddný Ólafía Sigurðardóttir húsfreyja, verkakona, f. 15. ágúst 1916 í Hlíðarhúsi, d. 7. desember 2003, gift Tryggva Gunnarssyni vélstjóra og útgerðarmanni, f. 29. apríl 1916, d. 22. mars 2001.
2. Guðni Pétur Sigurðsson skipstjóri, f. 30. júlí 1921 á Hjalla, d. 16. mars 2012, kvæntur Guðríði Ólafsdóttur húsfreyju að Heimagötu 20, Karlsbergi, f. 21. október 1919, d. 21. október 1984.
3. Unnur Lea Sigurðardóttir húsfreyja, f. 9. ágúst 1922 á Hjalla, d. 30. maí 1998, gift Helga Bergvinssyni skipstjóra, f. 26. ágúst 1918, d. 16. maí 1989.
4. Helgi Sigurðsson sjómaður og verkamaður á Siglufirði, f. 11. júní 1925, d. 17. janúar 2008, kvæntur Söru Símonardóttur húsfreyju, f. 30. ágúst 1923, d. 27. ágúst 2004.
5. Helgi, dó í bernsku.
6. Sigríður, dó í bernsku.


Heimildir