Eiríkur Hjálmarsson (Vegamótum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. september 2015 kl. 15:37 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. september 2015 kl. 15:37 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Til aðgreiningar alnafna.)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Eiríkur og Sigurbjörg.

Eiríkur Hjálmarsson var barnakennari í Vestmannaeyjum á árunum 1895-1928. Hann fæddist að Ketilsstöðum í Mýrdal 11. ágúst 1856. Snemma missti hann móður sína. Eiríkur fékk ekki mikla bóklega kennslu framan af en las það sem hann fékk lánað og komst í. Til 25 ára aldurs bjó hann hjá föður sínum og lærði á næsta bæ söðlasmíði. Flutti hann þá í Straumfjörð á Mýrum og fann þar eiginkonu sína. Fluttu þau árið 1885 til Vestmannaeyja. Var hann hér við verslunarstörf á Tanganum. Árið 1890 stofnaði hann sinn eigin barnaskóla og rak hann í fimm ár, eða þar til hann var ráðinn við Barnaskóla Vestmannaeyja þegar deildum við skólann var fjölgað. Hann kenndi mest megnis yngri deildinni og hélt góðum aga jafnframt því að vera ljúfur.

Kona Eiríks hét Sigurbjörg R. Pétursdóttir og giftust þau árið 1888. Keyptu þau tómthúsið Nýja-Kastala. Hann nefndi hús sitt Vegamót og hét það þar til húsið fór undir hraun í gosinu 1973. Þau eignuðust 5 börn. Eiríkur lést 5. apríl árið 1931, 74 ára að aldri. Sigurbjörg, kona hans, lést árið 1946, 82 ára að aldri.

Börn þeirra voru:
1. Vilhjálmur, f. 6. júlí 1889, d. 11. mars 1891.
2. Anna.
3. Haraldur.
4. Ágúst.
5. Hjálmar.

Myndir



Heimildir