Eiríkur Eiríksson (Vesturhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. nóvember 2014 kl. 15:12 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. nóvember 2014 kl. 15:12 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Eiríkur Eiríksson tómthúsmaður í Helgahjalli 1860, síðar bóndi á Vesturhúsum var skírður 3. mars 1827 og lést 1882.
Faðir hans var Eiríkur bóndi á Götum í Mýrdal, f. 1768, d. 15. nóvember 1827 á Götum, Ólafsson bónda á Ytri-Ásum í Skaftártungu, en síðast í Presthúsum í Mýrdal, f. 1742, d. 16. júlí 1785 í Presthúsum, Jónssonar, og konu Ólafs Jónssonar, Guðrúnar húsfreyju, f. 1730, Eiríksdóttur.
Móðir Eiríks á Vesturhúsum og þriðja kona Eiríks á Götum var Þorbjörg húsfreyja, f. 1786 á Syðsta-Fossi, d. 1. júní 1854 í Nýjabæ undir Eyjafjöllum, Ólafsdóttir bónda á Fossi í Mýrdal 1801, f. 1760, d. 7. júlí 1834 á Syðsta-Fossi, Péturssonar bónda á Reyni í Mýrdal, f. 1725 og ókunnrar konu Péturs, f. 1726.
Móðir Þorbjargar og kona Ólafs á Fossi var Helga húsfreyja, f. 1759 í Mörk á Síðu, d. í september 1802 á Suður-Fossi, Gunnarsdóttir bónda í Mörk, flúði undan hamförunum 1784 undir Eyjafjöll og hefur sennilega dáið þar, Ólafssonar, og fyrri konu Gunnars, Oddnýjar húsfreyju, f. 1726, Árnadóttur.

I. Kona Eiríks á Vesturhúsum (1855) var Katrín Eyjólfsdóttir húsfreyja í Helgahjalli og síðar á Vesturhúsum, f. 28. júní 1834, d. 2. apríl 1915.

Eiríkur var á Nýjabæ undir Eyjafjöllum 1835, 1840, 1845 og 1850 með móður sinni, stjúpa og systkinum.
Hann fluttist til Eyja 1854 og var vinnumaður hjá Eyjólfi Erasmussyni á Vesturhúsum 1855. Þar var Katrín Eyjólfsdóttir heimasæta.
Hann var tómthúsmaður í Helgahjalli 1860 með Katrínu húsfreyju og börnunum Valgerði Eiríksdóttur fimm ára og Magnúsi Eiríkssyni eins árs.
Eiríkur var sjávarbóndi og húsráðandi á Vesturhúsum 1870 með konu og áðurnefnd börn og tengdaföður sinn Eyjólf á heimilinu. Þar var einnig Eyjólfur Eiríksson 16 ára léttadrengur. Hann var sonur Eiríks og Katrínar Hafliðadóttur.
Eiríkur var varaliðsmaður í Herfylkingunni.

Börn þeirra Katrínar voru þrjú:
1. Valgerður Eiríksdóttir, f. 23. október 1856, d. 25. júní 1918.
2. Magnús Eiríksson, f. 9. febrúar 1860, d. 15. apríl 1917.
3. Barn, dáið í æsku.

II. Barn með Katrínu Hafliðadóttur vinnukonu í Nýjabæ u. Eyjafjöllum, ættuð úr Mýrdal, f. 20. júlí 1828, d. 20. nóvember 1902:
4. Eyjólfur Eiríksson, f. 26. febrúar 1854, fór til Utah 1883 frá Hólshúsi.

III. Barn með Guðrúnu Erlendsdóttur:
5. Jón Eiríksson. Hann fór til Vesturheims og gekk í Bandaríkjaher 1916. Kom heim til Nevada 1919. (Saga Vestmannaeyja, Herfylkingin, I., bls. 311 og neðanmáls þar).


Heimildir