„Blik 1963/Saga séra Brynjólfs Jónssonar, V.“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 32: Lína 32:
Árið 1870 tókst sýslumanni að fá 500 ríkisdala styrk frá stjórnarvöldunum til atvinnubóta í Vestmannaeyjum til þess þannig að geta haldið lífi í nauðstöddustu fjölskyldunum. Fyrir fé þetta lét sýslumaður rækta [[Nýjatún]]. (Sjá um það á öðrum stað í ritinu). <br>
Árið 1870 tókst sýslumanni að fá 500 ríkisdala styrk frá stjórnarvöldunum til atvinnubóta í Vestmannaeyjum til þess þannig að geta haldið lífi í nauðstöddustu fjölskyldunum. Fyrir fé þetta lét sýslumaður rækta [[Nýjatún]]. (Sjá um það á öðrum stað í ritinu). <br>
Ekki sízt munu þessi sáru og erfiðu ár hafa valdið því, að Bjarni E. Magnússon, sýslumaður, fluttist burt úr Eyjum árið 1872, en prestur þraukaði enn um stund. Þó kom að því, að einnig hann hugðist flytja burt úr sveitarfélaginu og leita sér brauðs annars staðar. Þá hafði svo að honum sorfið neyð fólksins og bjargræðisskorturinn m.m. <br>
Ekki sízt munu þessi sáru og erfiðu ár hafa valdið því, að Bjarni E. Magnússon, sýslumaður, fluttist burt úr Eyjum árið 1872, en prestur þraukaði enn um stund. Þó kom að því, að einnig hann hugðist flytja burt úr sveitarfélaginu og leita sér brauðs annars staðar. Þá hafði svo að honum sorfið neyð fólksins og bjargræðisskorturinn m.m. <br>
Þegar Bjarni sýslumaður hafði flutzt úr sveitarfélaginu, var Þorsteinn Jónsson, héraðslæknir, settur sýslumaður þar um stund. Þá var hallæri yfirvofandi í Vestmannaeyjum. Ég læt hér til frekari áréttingar máli mínu fljóta með eitt bréf til sýslumanns frá séra Brynjólfi og hreppstjórunum tveim, fátækrastjórninni, — varðandi matvöruskortinn og efni til að afla sér fæðis og klæðis. <br>
Þegar Bjarni sýslumaður hafði flutzt úr sveitarfélaginu, var Þorsteinn Jónsson, héraðslæknir, settur sýslumaður þar um stund. Þá var hallæri yfirvofandi í Vestmannaeyjum. Ég læt hér til frekari áréttingar máli mínu fljóta með eitt bréf til sýslumanns frá séra Brynjólfi og hreppstjórunum tveim, fátækrastjórninni, — varðandi matvöruskortinn og efni til að afla sér fæðis og klæðis.  


Bréf þetta er svohljóðandi: <br>
Bréf þetta er svohljóðandi: <br>
Lína 49: Lína 49:
::Herra héraðslækni Þ. Jónssyni, um tíma settum sýslumanni í Vestmannaeyjum.“
::Herra héraðslækni Þ. Jónssyni, um tíma settum sýslumanni í Vestmannaeyjum.“


Bréfið vitnar um fyrirhyggju prestsins og vakandi hug um skyldustörfin. Hreppstjórarnir eru þeir Þorsteinn Jónsson, bóndi í Nýjabæ, og [[Lárus Jónsson]], bóndi á Búastöðum.</big>
Bréfið vitnar um fyrirhyggju prestsins og vakandi hug um skyldustörfin. Hreppstjórarnir eru þeir Þorsteinn Jónsson, bóndi í Nýjabæ, og [[Lárus Jónsson]], bóndi á Búastöðum.




<big>'''Séra Brynjólfur og mormónarnir.'''</big>
<big>'''Séra Brynjólfur og mormónarnir.'''</big>


Fyrir miðja 19. öldina fóru tveir ungir menn, ættaðir úr Rangárvallasýslu, til Kaupmannahafnar til þess að læra þar iðn. Annar þeirra var búsettur í Vestmannaeyjum. Sá hét [[Þórarinn Hafliðason]] (Sjá kafla um hann í [[Blik 1960|Bliki 1960]]). Þórarinn lagði stund á trésmíðanám. Í höfuðborginni kynntist hann sérstökum trúflokki, sem fest hafði rætur í Danmörku. Það voru mormónarnir. Hinn Íslendingurinn, sem hér kemur við sögu, hét [[Guðmundur Guðmundsson mormóni|Guðmundur Guðmundsson]] og hafði um árabil stundað gullsmíðar í Höfn, fyrst nemandi og síðan sveinn í iðninni. Einnig hann tók mormónatrú í Höfn. <br>
Fyrir miðja 19. öldina fóru tveir ungir menn, ættaðir úr Rangárvallasýslu, til Kaupmannahafnar til þess að læra þar iðn. Annar þeirra var búsettur í Vestmannaeyjum. Sá hét [[Þórarinn Hafliðason]] (Sjá kafla um hann í [[Blik 1960|Bliki 1960]]). Þórarinn lagði stund á trésmíðanám. Í höfuðborginni kynntist hann sérstökum trúflokki, sem fest hafði rætur í Danmörku. Það voru mormónarnir. Hinn Íslendingurinn, sem hér kemur við sögu, hét [[Guðmundur Guðmundsson (mormóni)|Guðmundur Guðmundsson]] og hafði um árabil stundað gullsmíðar í Höfn, fyrst nemandi og síðan sveinn í iðninni. Einnig hann tók mormónatrú í Höfn. <br>
Báðir þessir menn komu heim til ættlandisins upp úr miðri öldinni og settust að í Vestmannaeyjum, Þórarinn í [[Sjólyst]], en Guðmundur í [[Þorlaugargerði|Þórlaugargerði]]. Eftir komu sína til Eyja tóku þessir menn að boða mormónatrú þar, svo að fara fór um sóknarprestinn séra Jón Austmann, sem hafði þá í alla staði erfiða aðstöðu til að vernda söfnuð sinn fyrir vágesti þessum, svo heilsulaus sem hann var orðinn, þungfær, sjóndapur og ellihrumur. En sýslumaður og nokkrir mektarbændur í Eyjum stóðu fast í ístaðinu með presti, hvattir til öflugrar andstöðu í bréfum frá prófastinum í Odda og stiptyfirvöldunum, þótt þeim væri vandi á höndum, þar sem trúarbragðafrelsi var viðurkennt í landinu. Til styrktar allri þessari mormónaandstöðu sendu svo stiptyfirvöldin séra Jóni Austmann aðstoðarprestinn séra Brynjólf Jónsson, þá nývígðan að Reynisstaðarklaustri í Skagafirði. <br>
Báðir þessir menn komu heim til ættlandisins upp úr miðri öldinni og settust að í Vestmannaeyjum, Þórarinn í [[Sjólyst]], en Guðmundur í [[Þorlaugargerði|Þórlaugargerði]]. Eftir komu sína til Eyja tóku þessir menn að boða mormónatrú þar, svo að fara fór um sóknarprestinn séra Jón Austmann, sem hafði þá í alla staði erfiða aðstöðu til að vernda söfnuð sinn fyrir vágesti þessum, svo heilsulaus sem hann var orðinn, þungfær, sjóndapur og ellihrumur. En sýslumaður og nokkrir mektarbændur í Eyjum stóðu fast í ístaðinu með presti, hvattir til öflugrar andstöðu í bréfum frá prófastinum í Odda og stiptyfirvöldunum, þótt þeim væri vandi á höndum, þar sem trúarbragðafrelsi var viðurkennt í landinu. Til styrktar allri þessari mormónaandstöðu sendu svo stiptyfirvöldin séra Jóni Austmann aðstoðarprestinn séra Brynjólf Jónsson, þá nývígðan að Reynisstaðarklaustri í Skagafirði. <br>
Sama ár sem séra Brynjólfur fluttist til Eyja, drukknaði Þórarinn Hafliðason mormóni, sem fyrstur Íslendinga hafði fengið einskonar veitingarbréf til að vera mormónaprestur á Íslandi, boða trúna, skíra, taka fólk til altaris og boða fyrirgefningu syndanna í Jesúnafni öllum þeim, sem játuðust mormónskri trú og létu skírast. <br>
Sama ár sem séra Brynjólfur fluttist til Eyja, drukknaði Þórarinn Hafliðason mormóni, sem fyrstur Íslendinga hafði fengið einskonar veitingarbréf til að vera mormónaprestur á Íslandi, boða trúna, skíra, taka fólk til altaris og boða fyrirgefningu syndanna í Jesúnafni öllum þeim, sem játuðust mormónskri trú og létu skírast. <br>
Eftir að Þórarinn Hafliðason drukknaði og séra Brynjólfur settist að í sókninni, hafði Guðmundur Guðmundsson mormóni sig lítt í frammi um trúboðið, en hann mun þó hafa haft samkomur á laun. Öðru hvoru bárust presti fréttir af sóknarbörnum sínum, sem setið höfðu samkomur hans. Þá fór um prest. Ekki var vitað til fulls, hversu marga mormónar gátu sannfært. Víst er um það, að einhver gáfaðasti bóndinn í Eyjum, og mikils virtur þegn, [[Loftur Jónsson í Þorlaugargerði|Loftur Jónsson]], bóndi í Þórlaugargerði, lét skírast til mormónatrúar sumarið 1851, um það bil sem Eyjamenn kusu hann sem fulltrúa sinn á Þjóðfundinn. Það leiddi til þess, að Loftur sat aldrei fund þann. Þessi trúarsannfæring og umbreyting Lofts Jónssonar dró nokkurn dilk á eftir sér um útbreiðslu mormónatrúar í Vestmannaeyjum, því að Loftur var áhrifaríkur persónuleiki, sem naut trausts margra Eyjabúa. Þess vegna óttaðist prestur veðrabrigði hans í trúarlegum efnum og kenningar. <br>
Eftir að Þórarinn Hafliðason drukknaði og séra Brynjólfur settist að í sókninni, hafði Guðmundur Guðmundsson mormóni sig lítt í frammi um trúboðið, en hann mun þó hafa haft samkomur á laun. Öðru hvoru bárust presti fréttir af sóknarbörnum sínum, sem setið höfðu samkomur hans. Þá fór um prest. Ekki var vitað til fulls, hversu marga mormónar gátu sannfært. Víst er um það, að einhver gáfaðasti bóndinn í Eyjum, og mikils virtur þegn, [[Loftur Jónsson (Þorlaugargerði)|Loftur Jónsson]], bóndi í Þórlaugargerði, lét skírast til mormónatrúar sumarið 1851, um það bil sem Eyjamenn kusu hann sem fulltrúa sinn á Þjóðfundinn. Það leiddi til þess, að Loftur sat aldrei fund þann. Þessi trúarsannfæring og umbreyting Lofts Jónssonar dró nokkurn dilk á eftir sér um útbreiðslu mormónatrúar í Vestmannaeyjum, því að Loftur var áhrifaríkur persónuleiki, sem naut trausts margra Eyjabúa. Þess vegna óttaðist prestur veðrabrigði hans í trúarlegum efnum og kenningar. <br>
Árið 1855 voru þessir mormónar mest áberandi í Eyjum: Loftur Jónsson bóndi í Þórlaugargerði og kona hans [[Guðrún Halldórsdóttir í Þorlaugargerði|Guðrún Halldórsdóttir]] og sonur hennar en stjúpsonur Lofts [[Jón Jónsson í Þorlaugargerði|Jón Jónsson]]. Í mormónasöfnuðinum voru einnig áberandi hjónin [[Magnús Bjarnason mormóni|Magnús Bjarnason]] og [[Kristín Magnúsdóttir mormóni|Kristín Magnúsdóttir]]. <br>
Árið 1855 voru þessir mormónar mest áberandi í Eyjum: Loftur Jónsson bóndi í Þórlaugargerði og kona hans [[Guðrún Hallsdóttir (Þorlaugargerði)|Guðrún Hallsdóttir]]¹) og sonur hennar en stjúpsonur Lofts [[Jón Jónsson eldri (Þorlaugargerði)|Jón Jónsson]]. Í mormónasöfnuðinum voru einnig áberandi hjónin [[Magnús Bjarnason (Helgahjalli)|Magnús Bjarnason]] og [[Þuríður Magnúsdóttir (Helgahjalli)|Þuríður Magnúsdóttir]]. <br>
[[Andreas August von Kohl|Kaptein Kohl]] var þá sýslumaður í Eyjum, stjórnsamt og afgerandi yfirvald, sem stóð fast gegn mormónum með presti, og þeir óttuðust. <br>
[[Andreas August von Kohl|Kaptein Kohl]] var þá sýslumaður í Eyjum, stjórnsamt og afgerandi yfirvald, sem stóð fast gegn mormónum með presti, og þeir óttuðust. <br>
Prestur hafði jafnan náið samband við prófastinn í Odda um gjörðir sínar allar gegn mormónum, eftir því sem þeir gátu komið bréfum á milli sín, en samgöngur lágu gjörsamlega niðri milli lands og Eyja 2—4 mánuði ársins a.m.k. Prófastur hvatti til öflugrar andstöðu gegn mormónum í bréfum sínum. <br>
Prestur hafði jafnan náið samband við prófastinn í Odda um gjörðir sínar allar gegn mormónum, eftir því sem þeir gátu komið bréfum á milli sín, en samgöngur lágu gjörsamlega niðri milli lands og Eyja 2—4 mánuði ársins a.m.k. Prófastur hvatti til öflugrar andstöðu gegn mormónum í bréfum sínum. <br>
Lína 116: Lína 116:
Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi, sem átti tal við Magnús Kristjánsson um aldamótin síðustu og er heimildarmaður að frásögninni um hjónavígsluna, fullyrðir eftir Magnúsi, að þau hjón hafi ávallt haldið fast við mormónatrú sína og haft helgisiðaathafnir sínar og -æfingar í kyrrþey, enda var enginn söfnuðurinn til að starfa í. Samt greiddi Magnús skyldugjöld sín til þjóðkirkjunnar tregðulaust. <br>
Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi, sem átti tal við Magnús Kristjánsson um aldamótin síðustu og er heimildarmaður að frásögninni um hjónavígsluna, fullyrðir eftir Magnúsi, að þau hjón hafi ávallt haldið fast við mormónatrú sína og haft helgisiðaathafnir sínar og -æfingar í kyrrþey, enda var enginn söfnuðurinn til að starfa í. Samt greiddi Magnús skyldugjöld sín til þjóðkirkjunnar tregðulaust. <br>
Í bréfi séra Brynjólfs til prófastsins í Odda dags. 4. jan. 1877, eða tæpum tveim árum áður en hjónin  Magnús  og  Þuríður fluttu  burt  úr  Eyjum,  segir prestur orðrétt: Hjónin Magnús Kristjánsson og Þuríður Sigurðardóttir, er skömmu áður höfðu verið gefin saman í borgaralegt hjónaband, og hjónin [[Runólfur Runólfsson (Stóra-Gerði)|Runólfur Runólfsson]] og [[Valgerður Níelsdóttir]], hafa yfirgefið mormónafélag og eftir ósk sinni opinberlega verið tekin inn í vort evangelisk-lútherska  kirkjufélag.“  Í sama bréfi fullyrðir prestur, að 11 persónur í Vestmannaeyjum játi þá mormónska trú og eigi nokkur ungbörn, sem „hættan vofi yfir.“ <br>
Í bréfi séra Brynjólfs til prófastsins í Odda dags. 4. jan. 1877, eða tæpum tveim árum áður en hjónin  Magnús  og  Þuríður fluttu  burt  úr  Eyjum,  segir prestur orðrétt: Hjónin Magnús Kristjánsson og Þuríður Sigurðardóttir, er skömmu áður höfðu verið gefin saman í borgaralegt hjónaband, og hjónin [[Runólfur Runólfsson (Stóra-Gerði)|Runólfur Runólfsson]] og [[Valgerður Níelsdóttir]], hafa yfirgefið mormónafélag og eftir ósk sinni opinberlega verið tekin inn í vort evangelisk-lútherska  kirkjufélag.“  Í sama bréfi fullyrðir prestur, að 11 persónur í Vestmannaeyjum játi þá mormónska trú og eigi nokkur ungbörn, sem „hættan vofi yfir.“ <br>
Einn af þeim Eyjabúum, sem hafði náið samneyti við Loft mormóna Jónsson árið 1873 og grunaður var um mormónsku, var [[Guðmundur Ögmundsson]] í Borg eða Stakkagerði vestra (afi Litlabæjar bræðra). Hann bjó með [[Margrét Halldórsdóttir (Oddsstöðum)|Margréti ekkju Halldórsdóttur]]. Þau voru ekki gift. Þau áttu börn saman. Þessi hjú kærði séra Brynjólfur fyrir „hneykslanlega sambúð.“ Amtmaðurinn yfir Suður- og Vesturumdæmi Íslands lét mál þetta til sín taka og skrifaði sýslumanni Vestmannaeyja bréf dags. 24. nóv. 1873, þar sem hann skipar sýslumanni að áminna nefndar persónur um að slíta ,,hinum hneykslanlegu samvistum og skilja innan fjögurra vikna frá því að þessi áminning amtsins hefur þeim birt verið.“ Það er athyglisvert, að Guðmundur Ögmundsson fær þó fjögurra vikna frest til að skilja við Margréti en frestur Magnúsar Kristjánssonar —var aðeins ein vika. <br>
Einn af þeim Eyjabúum, sem hafði náið samneyti við Loft mormóna Jónsson árið 1873 og grunaður var um mormónsku, var [[Guðmundur Ögmundsson (Borg)|Guðmundur Ögmundsson]] í Borg eða Stakkagerði vestra (afi Litlabæjar bræðra). Hann bjó með [[Margrét Halldórsdóttir (Oddsstöðum)|Margréti ekkju Halldórsdóttur]]. Þau voru ekki gift. Þau áttu börn saman. Þessi hjú kærði séra Brynjólfur fyrir „hneykslanlega sambúð.“ Amtmaðurinn yfir Suður- og Vesturumdæmi Íslands lét mál þetta til sín taka og skrifaði sýslumanni Vestmannaeyja bréf dags. 24. nóv. 1873, þar sem hann skipar sýslumanni að áminna nefndar persónur um að slíta ,,hinum hneykslanlegu samvistum og skilja innan fjögurra vikna frá því að þessi áminning amtsins hefur þeim birt verið.“ Það er athyglisvert, að Guðmundur Ögmundsson fær þó fjögurra vikna frest til að skilja við Margréti en frestur Magnúsar Kristjánssonar —var aðeins ein vika. <br>
Ef til vill hefur þetta valdboð amtmannsins verið lengi til Eyja. Ef til vill hefur líka sýslumanni fundizt nóg um afskiptasemina. Víst er það, að Guðmundur fékk að sofa óáreittur hjá Margréti sinni fram á vor 1874, því að hreppstjórarnir birtu honum ekki áminningu eða valdboð amtmanns fyrr en 7. apríl um vorið (1874). Þá hafði hann mánuð til stefnu. Endirinn varð sá, að þau gengu í heilagt hjónaband, og þá vígslu framkvæmdi séra Brynjólfur mótþróalaust, enda höfðu þau hvorugt játazt opinberlega mormónskri trú. <br>
Ef til vill hefur þetta valdboð amtmannsins verið lengi til Eyja. Ef til vill hefur líka sýslumanni fundizt nóg um afskiptasemina. Víst er það, að Guðmundur fékk að sofa óáreittur hjá Margréti sinni fram á vor 1874, því að hreppstjórarnir birtu honum ekki áminningu eða valdboð amtmanns fyrr en 7. apríl um vorið (1874). Þá hafði hann mánuð til stefnu. Endirinn varð sá, að þau gengu í heilagt hjónaband, og þá vígslu framkvæmdi séra Brynjólfur mótþróalaust, enda höfðu þau hvorugt játazt opinberlega mormónskri trú. <br>
Hinum mikla ama séra Brynjólfs Jónssonar af trúboði og hvarf sóknarbarna hans frá Lútherstrú að „mormónskri villukenningu,“ eins og hann orðaði það, var síður en svo lokið við brottför trúboðanna Lofts Jónssonar og Magnúsar Bjarnasonar af landinu í maílok 1874. <br>
Hinum mikla ama séra Brynjólfs Jónssonar af trúboði og hvarf sóknarbarna hans frá Lútherstrú að „mormónskri villukenningu,“ eins og hann orðaði það, var síður en svo lokið við brottför trúboðanna Lofts Jónssonar og Magnúsar Bjarnasonar af landinu í maílok 1874. <br>
Hin nýja stjórnarskrá 1874 kvað svo á (47. gr.), að landsmenn skyldu eiga rétt á að stofna félög til þess að þjóna guði með þeim hætti, er bezt eigi við sannfæringu hvers og eins, en megi þó eigi kenna eða fremja neitt, sem er gagnstætt góðu siðgæði og allsherjar reglu. Enginn skyldi tapa neinu í borgaralegum eða þjóðlegum réttindum fyrir trúarskoðanir sínar. Eftir að stjórnarskráin nýja var kunn almenningi, færðust mormónar í Vestmannaeyjum í aukana. Nú tóku þeir að halda opinberar samkomur með predikunum og söng. Áður en Loftur og Magnús hurfu af landinu, höfðu þeir skírt 4 Eyjabúa, sem voru því vaxnir að halda uppi safnaðarstarfinu. Það voru þeir [[Jón Bjarnason mormóni|Jón Bjarnason]], bróðursonur Magnúsar trúboða, Runólfur Runólfsson, húsmaður, [[Einar Eiríksson gullsmiður|Einar gullsmiður Eiríksson]] og [[Magnús Jónsson mormóni|Magnús Jónsson]] húsmaður frá Lambalæk í Fljótshlíð. Það var á vitorði almennings, að Magnús trúboði átti tvær konur í Ameríku. Önnur var tengdamóðir [[Sveinn Þórðarson beykir|Sveins Þórðarsonar]] beykis frá Löndum. Báðar höfðu konurnar flutzt með Magnúsi Bjarnasyni til Utah fyrr á árum. <br>
Hin nýja stjórnarskrá 1874 kvað svo á (47. gr.), að landsmenn skyldu eiga rétt á að stofna félög til þess að þjóna guði með þeim hætti, er bezt eigi við sannfæringu hvers og eins, en megi þó eigi kenna eða fremja neitt, sem er gagnstætt góðu siðgæði og allsherjar reglu. Enginn skyldi tapa neinu í borgaralegum eða þjóðlegum réttindum fyrir trúarskoðanir sínar. Eftir að stjórnarskráin nýja var kunn almenningi, færðust mormónar í Vestmannaeyjum í aukana. Nú tóku þeir að halda opinberar samkomur með predikunum og söng. Áður en Loftur og Magnús hurfu af landinu, höfðu þeir skírt 4 Eyjabúa, sem voru því vaxnir að halda uppi safnaðarstarfinu. Það voru þeir [[Jón Bjarnason (Oddsstöðum)|Jón Bjarnason]], bróðursonur Magnúsar trúboða, Runólfur Runólfsson, húsmaður, [[Einar Eiríksson (Löndum)|Einar gullsmiður Eiríksson]] og [[Magnús Jónsson mormóni|Magnús Jónsson]] húsmaður frá Lambalæk í Fljótshlíð. Það var á vitorði almennings, að Magnús trúboði átti tvær konur í Ameríku. Önnur var tengdamóðir [[Sveinn Þórðarson (Löndum)|Sveins Þórðarsonar]] beykis frá Löndum. Báðar höfðu konurnar flutzt með Magnúsi Bjarnasyni til Utah fyrr á árum. <br>
Þessir menn, sem tóku við hinu mormónska trúboði af Lofti og Magnúsi, sannfærðu ýmsa um ágæti trúar sinnar, svo að vanlíðan prests fór vaxandi. „Ég veit satt að segja ekki, hvar þetta ætlar staðar að nema,“ segir prestur. „Vesturfararhugurinn ærir svo marga. Það mun aðalorsökin til þess, að fólk lætur engu viti fyrir sig koma gagnvart villukenningum mormóna. Margir Íslendingar ímynda sér, að Ameríka sé „Gósen“.“<br>
Þessir menn, sem tóku við hinu mormónska trúboði af Lofti og Magnúsi, sannfærðu ýmsa um ágæti trúar sinnar, svo að vanlíðan prests fór vaxandi. „Ég veit satt að segja ekki, hvar þetta ætlar staðar að nema,“ segir prestur. „Vesturfararhugurinn ærir svo marga. Það mun aðalorsökin til þess, að fólk lætur engu viti fyrir sig koma gagnvart villukenningum mormóna. Margir Íslendingar ímynda sér, að Ameríka sé „Gósen“.“<br>
Prestur skrifaði prófasti og leitaði ráða. Prófastur sendi biskupi erindi prests og harmakvein. Biskup fór gætilega í sakirnar, m.a. vegna ákvæða stjórnarskrárinnar. Hann taldi engin tilefni til að gera neinar sérlegar ráðstafanir gegn mormónum, sem engin stjórnarskrárbrot yrðu sönnuð á. <br>
Prestur skrifaði prófasti og leitaði ráða. Prófastur sendi biskupi erindi prests og harmakvein. Biskup fór gætilega í sakirnar, m.a. vegna ákvæða stjórnarskrárinnar. Hann taldi engin tilefni til að gera neinar sérlegar ráðstafanir gegn mormónum, sem engin stjórnarskrárbrot yrðu sönnuð á. <br>
Lína 136: Lína 136:
Í stað þess að láta skelfast við þessar hótanir, festi prestur upp annað blað með öðrum kafla þýddum úr sömu bók. Þá var sem „botninn“ dytti gjörsamlega úr trúboðanum. Hann fann nú andstöðuna gegn kenningu sinni magnast dag frá degi í prestakallinu, ekki sízt eftir árásina á prestinn, þýðanda kaflanna, sem var svo ástsæll þá og mikils virtur af Eyjamönnum, að þess munu fá dæmi um embættismann. Var það ekki minnst að þakka bindindisstarfi séra Brynjólfs og þeirri blessun, sem það hafði leitt af sér inn á fjölda heimila í sókninni. Með árunum höfðu Eyjamenn lært að meta það að verðleikum. Jafnvel áfengisneytendurnir sjálfir og þrælar nautnarinnar viðurkenndu þetta starf sóknarprestsins. <br>
Í stað þess að láta skelfast við þessar hótanir, festi prestur upp annað blað með öðrum kafla þýddum úr sömu bók. Þá var sem „botninn“ dytti gjörsamlega úr trúboðanum. Hann fann nú andstöðuna gegn kenningu sinni magnast dag frá degi í prestakallinu, ekki sízt eftir árásina á prestinn, þýðanda kaflanna, sem var svo ástsæll þá og mikils virtur af Eyjamönnum, að þess munu fá dæmi um embættismann. Var það ekki minnst að þakka bindindisstarfi séra Brynjólfs og þeirri blessun, sem það hafði leitt af sér inn á fjölda heimila í sókninni. Með árunum höfðu Eyjamenn lært að meta það að verðleikum. Jafnvel áfengisneytendurnir sjálfir og þrælar nautnarinnar viðurkenndu þetta starf sóknarprestsins. <br>
Í reyndinni varð Gísla Einarssyni ekki meira ágengt í Eyjum en það, að hann endurskírði þrjár „kvensur“ ógiftar, og höfðu tvær af þeim „saurgað sinn mormónska kyrtil með barneign,“ eins og það er orðað í gildri heimild. Hin fjórða var ekki skírð áður mormónskri skírn. Þrjár konur í Eyjum höfðu verið yfirlýstar mormónatrúar frá því Loftur Jónsson boðaði trúna 1873. Þær ásamt hinum 4 voru meginsöfnuður Gísla Einarssonar, meðan hann dvaldist í sókninni. Þó hélt hann opinberar samkomur næstum hvern sunnudag allt haustið 1882 og lengur þó. <br>
Í reyndinni varð Gísla Einarssyni ekki meira ágengt í Eyjum en það, að hann endurskírði þrjár „kvensur“ ógiftar, og höfðu tvær af þeim „saurgað sinn mormónska kyrtil með barneign,“ eins og það er orðað í gildri heimild. Hin fjórða var ekki skírð áður mormónskri skírn. Þrjár konur í Eyjum höfðu verið yfirlýstar mormónatrúar frá því Loftur Jónsson boðaði trúna 1873. Þær ásamt hinum 4 voru meginsöfnuður Gísla Einarssonar, meðan hann dvaldist í sókninni. Þó hélt hann opinberar samkomur næstum hvern sunnudag allt haustið 1882 og lengur þó. <br>
¹) <small>Leiðr. Heimaslóð.</small>


[[Blik 1963/Saga séra Brynjólfs Jónssonar, VI.|VI. hluti]]
[[Blik 1963/Saga séra Brynjólfs Jónssonar, VI.|VI. hluti]]

Leiðsagnarval