„Blik 1961/Kristniboðar vígðir í Landakirkju“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Blik 1961/Kristniboðar vígðir í Landakirkju“ [edit=sysop:move=sysop])
Ekkert breytingarágrip
Lína 5: Lína 5:




=Kristniboðar vígðir=
<big><big><big><big><center>Kristniboðar vígðir</center>
=í Landakirkju=
<center>í Landakirkju</center></big></big></big>
<br>
<br>
[[Mynd: 1961, bls. 179 A.jpg|ctr|400px]]
[[Mynd: 1961, bls. 179 A.jpg|ctr|400px]]

Útgáfa síðunnar 17. ágúst 2010 kl. 18:43

Efnisyfirlit 1961



Kristniboðar vígðir
í Landakirkju


ctr

Jóhannes læknir Ólafsson flytur ræðu sína í Landakirkju.

ctr

VÍGSLAN FRAMKVÆMD Í LANDAKIRKJU.

Frá vinstri: Séra Sigurjón Árnason, séra Jónas Gíslason,
frú Áslaug Johnsen, Jóhannes Ólafsson, læknir, Steingrímur Benediktsson.

Sunnudaginn 29. maí 1960 fór fram í Landakirkju sérstæð vígsla: Jóhannes læknir Ólafsson kristniboði og k.h. Áslaug Johnsen voru vígð til kristniboðsstarfs í Konsó í Suður-Eþíopíu. Vígsluna framkvæmdi séra Sigurjón Árnason, fyrrverandi prestur í Vestmannaeyjum, nú í Hallgrímssókn í Reykjavík. Vígsluvottar voru séra Jónas Gíslason, Vík í Mýrdal, séra Jóhann Hlíðar, Ólafur Ólafsson kristniboði og Steingrímur Benediktsson, kennari. Jóhannes Ólafsson flutti ræðu af prédikunarstóli kirkjunnar og Kirkjukór Landakirkju söng.
Norðmenn og Íslendingar vinna saman að kristniboði og öðrum mannúðar- og líknarstörfum í Eþíopíu.