„Blik 1951/Herjólfur Guðjónsson, minning“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 12: Lína 12:
[[Mynd: 1951 b 1 AA.jpg|thumb|350px| ''Herjólfur Guðjónsson'']]
[[Mynd: 1951 b 1 AA.jpg|thumb|350px| ''Herjólfur Guðjónsson'']]


Einn af því mæta    fólki er fórst með Glitfaxa  31 jan. s.l. var [[Herjólfur Guðjónsson]] verkstjóri. <br>
Einn af því mæta    fólki er fórst með Glitfaxa  31 jan. s.l. var [[Herjólfur Guðjónsson (Oddsstöðum)|Herjólfur Guðjónsson]] verkstjóri. <br>
Ég  sé  sérstaka  ástæðu til  að ársrit Gagnfræðaskólans geymi nokkur minningarorð um Herjólf, sem var virkur starfskraftur í byggingarnefnd skólans frá því hún fyrst var kosin. <br>
Ég  sé  sérstaka  ástæðu til  að ársrit Gagnfræðaskólans geymi nokkur minningarorð um Herjólf, sem var virkur starfskraftur í byggingarnefnd skólans frá því hún fyrst var kosin. <br>
Í því starfi naut Gagnfræðaskólinn velvildar, áhuga og fyrirhyggju þessa valda drengskaparmanns, sem Herjólfur Guðjónsson var. Hann lét að vísu ekki fara mikið fyrir þessum hug sínum til mín og skólans  á nefndarfundum,  en  ég naut því meir áhuga hans, velvildar og ráðhyggju í starfinu sjálfu. Þau ráð reyndust jafnan heilladrjúg og happasæl. <br>
Í því starfi naut Gagnfræðaskólinn velvildar, áhuga og fyrirhyggju þessa valda drengskaparmanns, sem Herjólfur Guðjónsson var. Hann lét að vísu ekki fara mikið fyrir þessum hug sínum til mín og skólans  á nefndarfundum,  en  ég naut því meir áhuga hans, velvildar og ráðhyggju í starfinu sjálfu. Þau ráð reyndust jafnan heilladrjúg og happasæl. <br>

Núverandi breyting frá og með 19. nóvember 2016 kl. 16:15

Efnisyfirlit 1951



HERJÓLFUR GUÐJÓNSSON

Minningarorð

Herjólfur Guðjónsson

Einn af því mæta fólki er fórst með Glitfaxa 31 jan. s.l. var Herjólfur Guðjónsson verkstjóri.
Ég sé sérstaka ástæðu til að ársrit Gagnfræðaskólans geymi nokkur minningarorð um Herjólf, sem var virkur starfskraftur í byggingarnefnd skólans frá því hún fyrst var kosin.
Í því starfi naut Gagnfræðaskólinn velvildar, áhuga og fyrirhyggju þessa valda drengskaparmanns, sem Herjólfur Guðjónsson var. Hann lét að vísu ekki fara mikið fyrir þessum hug sínum til mín og skólans á nefndarfundum, en ég naut því meir áhuga hans, velvildar og ráðhyggju í starfinu sjálfu. Þau ráð reyndust jafnan heilladrjúg og happasæl.
Herjólfur Guðjónsson var traustur maður í hvívetna, verkséður með afbrigðum og skyldurækinn. Hann mátti í engu vamm sitt vita. Hann naut líka mikils trausts, og voru honum falin vandasöm verkefni til úrlausnar, sem hann leysti af hendi með sæmd.
Jafnan er vandfyllt skarð það, er verður, þá slíkir menn falla frá. Atvinnulíf bæjarins hefur mikils misst við fráfall Herjólfs Guðjónssonar, þó að sárastur sé harmur eiginkonu og barna og annarra nákominna ástvina og ættingja, þegar jafn ágætir eiginmenn og heimilisfeður, og tryggir og traustir ættingjar falla frá á bezta aldri.
Ég minnist Herjólfs Guðjónssonar af hlýjum og þakklátum huga.

Þ.Þ.V.