Birna Ólafía Jónsdóttir (kerfisfræðingur)

From Heimaslóð
Revision as of 20:35, 10 March 2022 by Viglundur (talk | contribs) (Viglundur færði Birna Ólafía Jónsdóttir á Birna Ólafía Jónsdóttir (kerfisfræðingur))
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Birna Ólafía Jónsdóttir húsfreyja, kerfisfræðingur fæddist 15. mars 1960 í Eyjum.
Foreldrar hennar Jón Björnsson frá Bólstaðarhlíð, sjómaður, verkstjóri, fræðibókahöfundur, f. 17. júní 1924, d. 4. september 2012, og kona hans Guðríður Bryndís Jónsdóttir frá Vík í Mýrdal, húsfreyja, bókhaldari, umsjónarmaður, f. 27. desember 1936.

Börn Bryndísar og Jóns:
1. Halldóra Björk Jónsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 16. desember 1956. Barnsfaðir hennar Sigurður Hannesson. Fyrrum maður hennar Ingimar Haraldsson.
2. Þorgerður Jónsdóttir húsfreyja, leiðsögumaður, f. 14. janúar 1958. Maður hennar Bogi Agnarsson.
3. Birna Ólafía Jónsdóttir húsfreyja, kerfisfræðingur, f. 15. mars 1960. Maður hennar Ásmundur Jón Þórarinsson.
4. Björn Jón Jónsson rafvirki, leigubifreiðastjóri, f. 13. október 1962. Barnsmóðir hans Guðný Elfa Kristjánsdóttir.

Birna var með foreldrum sínum í æsku, á Boðaslóð 12.
Hún lauk stúdentsprófi í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti 1989 og prófi í kerfisfræði í Tölvuháskóla Íslands (nú Háskólinn í Reykjavík) 1991.
Birna er hugbúnaðarsérfræðingur hjá Reiknistofu bankanna.
Þau Ásmundur giftu sig 1983, eignuðust fjögur börn.

I. Maður Birnu Ólafíu, (19. nóvember 1983), er Ásmundur Jón Þórarinsson rafvirki, f. 17. ágúst 1959.
Börn þeirra:
1. Bjartey Ásmundsdóttir tækniteiknari, f. 4. maí 1982. Maður hennar Beniamin Alin.
2. Bryndís Björk Ásmundsdóttir sálfræðingur, MA-hagfræði, sérfræðingur í viðskiptagreiningu hjá Samkaupum, f. 12. febrúar 1987. Maður hennar Guttormur Ársælsson.
3. Rebekka Ásmundsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 19. janúar 1996, óg.
4. Kristófer Leví Ásmundsson nemi, f. 21. júlí 2005.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.