Anton Jónsson (Þingeyri)

From Heimaslóð
Revision as of 17:30, 17 November 2018 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Anton Jónsson.

Anton Jónsson skipasmiður í Eyjum og Keflavík fæddist 4. febrúar 1924 í Reykjavík og lést 18. janúar 2009 á hjúkrunarheimilinu Garðvangi.
Foreldrar hans voru Jón Tómasson verkamaður, f. 13. ágúst 1881, d. 13. maí 1961, og kona hans Guðrún Sigríður Hákonardóttir húsfreyja, f. 7. september 1883, d. 30. september 1969.

Anton ólst upp hjá foreldrum sínum. Hann fluttist til Eyja 1941 og lærði skipasmíðar í Skipasmíðastöð Vestmannaeyja.
Anton vann lengi í Dráttarbraut Keflavíkur eftir að hann flutti til Keflavíkur. Hann lærði húsasmíði hjá Tryggva Kristjánssyni og stofnuðu þeir síðan fyrirtækið Anton og Tryggvi hf. Þar störfuðu þeir saman uns Tryggvi lést. Eftir það hóf Anton störf hjá Hitaveitu Suðurnesja og starfaði þar sem smiður og síðar lagermaður til starfsloka.
Þau Aðalheiður giftu sig 1945, eignuðust Guðrúnu Kristínu á því ári og bjuggu á Þingeyri. Þau fluttu til Reykjavíkur 1946, skildu 1948.
Hann giftist Mörtu 1951. Þau eignuðust fjögur börn, bjuggu í Keflavík. Þau byggðu sér hús að Sóltúni 14 þar í bæ árið 1954 og bjuggu þau þar mestan hluta ævi sinnar. Anton fluttist að lokum á Hjúkrunarheimilið Garðvang.
Anton lést 2009 og Marta 2016.

Anton var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (24. ágúst 1945, skildu), var Aðalheiður Sigurjónsdóttir frá Þingeyri, húsfreyja í Reykjavík, f. 16. maí 1926 á Þingeyri.
Barn þeirra er
1. Guðrún Kristín Antonsdóttir húsfreyja, kennari í Reykjavík, f. 27. október 1945.

II. Síðari kona Antons, (31. desember 1951), var Marta Elín Kristjánsdóttir frá Suðureyri við Súgandafjörð, húsfreyja, verkakona í Keflavík, f. 20. ágúst 1930, d. 11. desember 2016. Foreldrar hennar voru Kristján Guðmundsson skipstjóri, f. 14. september 1895, d. 18. september 1965, og kona hans Sveinbjörg Elín Júlíusdóttir, f. 2. janúar 1899, d. 16. janúar 1971.
Börn þeirra:
1. Karl Antonsson, f. 10. ágúst 1954. Kona hans er Hrafnhildur Jónsdóttir.
2. Eygló Antonsdóttir, f. 19. nóvember 1957. Maður hennar er Ólafur Arthúrsson.
3. Helen Antonsdóttir, f. 7. desember 1960. Maður hennar er Þórhallur Guðmundsson.
4. Guðrún Antonsdóttir, f. 25. júní 1964. Maður hennar er Sæbjörn Þórarinsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 27. janúar 2009. Minning.
  • Morgunblaðið 19. desember 2016. Minning Mörtu.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.