Aldís Atladóttir

From Heimaslóð
Revision as of 17:09, 11 August 2022 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Aldís Atladóttir húsfreyja, fiskiðnaðarkona, kaupkona, veitingakona fæddist 4. janúar 1960 á Selfossi.
Foreldrar hennar Atli Elíasson framkvæmdastjóri, f. 15. desember 1939, d. 6. maí 2006, og kona hans Kristín Frímannsdóttir húsfreyja, f. 15. mars 1941.

Börn Kristínar og Atla:
1. Aldís Atladóttir húsfreyja, fiskiðnaðarkona, f. 4. janúar 1960. Maður hennar Kristinn Ævar Andersen.
2. Elías Atlason rafiðnfræðingur, skrifstofumaður hjá Í.S.Í, f. 29. mars 1961. Kona hans Geirþrúður Þórðardóttir.
3. Freyr Atlason vélstjóri, f. 20. nóvember 1966. Barnsmóðir hans Guðbjörg Kristín Georgsdóttir.

Aldís var með foreldrum sínum í æsku, á Selfossi, í Njarðvíkum og síðan í Eyjum. Við Gos flutti hún með móður sinni á Selfoss, dvaldi þar í fjóra mánuði. Hún réðst kaupakona að Ey í A-Landeyjum og var þar 1973-1976, er hún flutti til Eyja. Hún bjó fráskilin á Áshamri 75, en þau Kristinn Ævar hafa búið á Herjólfsgötu 5.
Aldís stundaði fiskiðnað, rak síðan fiskbúð og blaðaturn. Hún rak kaffihús þar til í mars 2020.
Hún eignaðist barn með Sigurði 1977, giftist Jóni Inga 1978, eignaðist með honum tvö börn, en þau misstu annað þeirra á öðru ári sínu. Þau skildu.
Aldís eignaðist barn með Hermanni 1990.
Þau Kristinn Ævar giftu sig 2005. Þau hafa ekki eignast börn.

I. Barnsfaðir Aldísar er Sigurður Steingrímsson úr Skagafirði, f. 10. febrúar 1958. Foreldrar hans Steingrímur Vilhjálmsson frá Hátúni í Norðfirði, bóndi á Laufhóli í Viðvíkursveit í Skagafirði, hreppstjóri, sýslunefndarmaður m.m., f. 16. nóvember 1924, d. 19. febrúar 2014, og kona hans Anna M. Jónsdóttir húsfreyja, f. 6. ágúst 1922 á Svaðastöðum í Skagaf., d. 14. júlí 2009.
Barn þeirra:
1. Sigurdís Ösp Aldísardóttir öryrki, f. 15. janúar 1977.

II. Maður Aldísar, (1978, skildu), Jón Ingi Guðjónsson, f. 5. febrúar 1946.
Börn þeirra:
2. Atli Freyr Jónsson, f. 18. júlí 1978, d. 1. nóvember 1979.
3. Hlynur Már Jónsson rekur Lundann veitingahús í Eyjum, f. 27. september 1980. Kona hans Hulda Sif Þórisdóttir frá Stykkishólmi.

III. Barnsfaðir Aldísar er Hermann Valgarður Baldursson úr Fljótum, f. 30. september 1962. Foreldrar hans Lilja Sveinsdóttir húsfreyja, bóndi, fiskiðnaðarkona, síðar í Grindavík, f. 4. mars 1929, d. 19. janúar 2017, og sambúðarmaður hennar Baldur Björnsson frá Stóru-Þverá í Austur-Fljótum, síðast á Akureyri, f. 24. febrúar 1933, d. 9. febrúar 2005. Barn þeirra:
4. Elín Björk Hermannsdóttir ræstitæknir, f. 22. september 1990, ógift.

IV. Maður Aldísar, (30. desember 2005), er Kristinn Ævar Andersen sjómaður, f. 10. júní 1947 á Siglufirði.
Þau eru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.