Þorlaugargerði vestra

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. mars 2006 kl. 10:44 eftir Sigurgeir (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. mars 2006 kl. 10:44 eftir Sigurgeir (spjall | framlög) (Bætti við texta)
Fara í flakk Fara í leit

Húsið Þorlaugargerði vestra er utan byggðar, fyrir ofan hraun. Þorlaugargerðisjarðirnar voru tvær og aðgreindar sem eystra og vestra. Báðar þóttu jarðirnar ágætar bújarðir á vestmanneyskan mælikvarða og er í heimildum greint frá ábúð á þeim fyrir árið 1500.

Síðasti ábúandi í Þorlaugargerði vestra var Húnvetningurinn Páll H. Árnason frá Geitaskarði, er flutti til Eyja rétt eftir miðja síðustu öld, ásamt konu sinni Guðrúnu Aradóttur og börnum þeirra. Páll rak allstórt kúabú á jörðinni, stóð í nýrækt og endurbætti húsakostinn.

Bjarni Sighvatsson frá Ási keypti Þorlaugargerði vestra á níunda áratug síðustu aldar og hefur haldið þar bæði sauðfé og hross.