Ögmundur Ögmundsson (Landakoti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ögmundur Ögmundsson fæddist 2. ágúst 1849 að Reynisholti í Mýrdal og lést 8. október 1932.
Foreldrar hans voru Ögmundur Árnason bóndi í Reynisholti, síðar í Eyjum, f. 10. október 1809, d. 10. janúar 1888 í Eyjum, og kona hans Þóra Jónsdóttir húsfreyja í Reynisholti, f. 1814, d. 14. apríl 1860 í Reynisholti.

Ögmundur Ögmundsson
Ögmundur Ögmundsson

Bræður Ögmundar voru:
1. Jón Ögmundsson í Dalbæ, f. 8. júlí 1840.
2. Arnbjörn Ögmundsson í Presthúsum, f. 5. apríl 1853, d. 1. júní 1941.
Systir þeirra var Málfríður Ögmundsdóttir föðurmóðir Auðuns Oddssonar formanns á Sólheimum.

Tuttugu og þriggja ára flutti hann til Eyja. Hafði hann þá stundað sjómennsku frá 18 ára aldri. Ögmundur hafði gott pláss á áttæringnum Gideon. Var hann á honum samfleytt í 39 ár, frá 1867 til 1905. Ögmundur var fremsti maður á bátnum alla tíð og sá um klýfirinn.

Kona Ögmundar var Vigdís Árnadóttir og bjuggu þau allan sinn búskap í Landakoti. Þau áttu eina dóttur, Þórönnu, en ólu upp tvo fóstursyni, Þorbjörn Arnbjörnsson (bróðursonur Ögmundar) og Hannes Hansson.

Sjá grein um hann í Bliki 1963, Ögmundur Ögmundsson, Landakoti og Nýjatún í sama riti.


Heimildir

  • Eyjólfur Gíslason. 39 vertíðir við sama keipinn. Sjómannadagsblaðið 1960. 9. árgangur.