Ögmundur Árnason (Fagurlyst)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. apríl 2017 kl. 18:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. apríl 2017 kl. 18:05 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ögmundur Árnason bóndi í Reynisholti í Mýrdal, síðar dvalarmaður í Fagurlyst og Hjalli fæddist 10. október 1809 í Kerlingardal í Mýrdal og lést 10. janúar 1888 í Hjalli.
Faðir hans var Árni bóndi í Kerlingardal, f. 1766, d. 26. júní 1840, Ásbjarnarson bónda í Kerlingardal, Jónssonar.
Móðir Ögmundar og seinni kona Árna í Kerlingardal var Arnbjörg húsfreyja, f. 1766, d. 11. ágúst 1843, Björnsdóttir.

Ögmundur var með foreldrum sínum að mestu til 1829, var síðan vinnumaður, bóndi og húsmaður á ýmsum bæjum í Mýrdal. Hann var kominn til sonar síns Ögmundar í Fagurlyst 1880, en síðast var hann í Hjalli.

I. Barnsmóðir Ögmundar var Guðlaug Sigurðardóttir, þá vinnukona í Mýrdal, f. 1798.
Barnið var
1. Ingveldur Ögmundsdóttir, f. 24. ágúst 1829, d. 4. september 1829.

II. Kona Ögmundar Árnasonar var Þóra húsfreyja, f. 1814 á Hraðastöðum í Mosfellssveit, d. 14. apríl 1860 í Reynisholti, Jónsdóttir bónda í Stardal og á Hraðastöðum í Mosfellssveit, f. 1755, Helgasonar, og konu Jóns, Steinunnar húsfreyju, f. 1779, Loftsdóttur bónda, síðast í Reynisholti, f. 1740, d. 1801, Ólafssonar, og fyrri konu Lofts, Guðríðar húsfreyju, f. 1739, d. 1778, Árnadóttur.

Börn Ögmundar og Þóru hér voru:
2. Jón Ögmundsson í Dalbæ, f. 8. júlí 1840.
3. Ögmundur Ögmundsson í Landakoti, f. 6. ágúst 1848, d. 8. október 1932.
4. Arnbjörn Ögmundsson í Presthúsum, f. 5. apríl 1853, d. 1. júní 1941.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.