Ólafur Guðmundsson (Hilmisgötu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. september 2019 kl. 17:09 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. september 2019 kl. 17:09 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Ólafur Guðmundsson. '''Ólafur Guðmundsson''' frá Hilmisgötu 1, málarameistari, tónlistarmaður fæddist þar 11....)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ólafur Guðmundsson frá Hilmisgötu 1, málarameistari, tónlistarmaður fæddist þar 11. maí 1934.
Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson frá Miðkekki (síðar Svanavatn) á Stokkseyri, skósmiður, f. 23. apríl 1899, d. 16. janúar 1989, og kona hans Jóhanna Ólafsdóttir frá Hólnum, húsfreyja, f. 26. júlí 1895 á Arngeirsstöðum í Fljótshlíð, d. 27. júlí 1984.

Ólafur Guðmundsson.

Börn Jóhönnu og Guðmundar:
1. Marinó Guðmundsson loftskeytamaður, innkaupastjóri í Reykjavík, tónlistarmaður, f. 28. nóvember 1927 á Hólnum, d. 27. janúar 2006.
2. Björgvin Einars Guðmundsson málari, f. 9. nóvember 1929 á Karlsbergi, síðast í Keflavík, d. 31. ágúst 2005.
3. Andvana drengur, f. 9. nóvember 1930 á Karlsbergi.
4. Ólafur Guðmundsson málarameistari, tónlistarmaður, f. 11. maí 1934 á Hilmisgötu 1.
Fóstursonur þeirra er sonur Marinós og Birnu Einarsdóttur.
5. Jóhann Marinósson hjúkrunarframkvæmdastjóri Sjúkrahúss Suðurlands á Selfossi, f. 23. júlí 1947. Kona hans er Halldóra Jensdóttir.

Ólafur var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim til Selfoss 1945.
Hann nam málaraiðn hjá Carli Gränz málarameistara við Kaupfélag Árnesinga, lauk sveinsprófi 1958 og fékk meistarabréf 1963.
Ólafur stundaði framhaldsnám í Kaupmannahöfn og í Handíða- og myndlistaskólanum í Reykjavík.
Þau Ágústa Jóhanna giftu sig 1964, eignuðust tvö börn, bjuggu í Kópavogi.
Ágústa Jóhanna lést 2017.

I. Kona Ólafs, (7. ágúst 1964), var Ágústa Jóhanna Hafberg húsfreyja í Kópavogi, starfsmaður Pósts og síma og Alþýðubankans, síðar Íslandsbanka, f. 14. apríl 1937, d. 8. janúar 2017 á hjúkrunarheimilinu Ísafold. Foreldrar hennar voru Friðrik Hafberg frá Hafnarfirði, kafari þar, f. 13. janúar 1893 í Ráðagerðiskoti á Álftanesi, d. 2. ágúst 1966, og kona hans Vilborg Ágústa Þorvaldsdóttir Hafberg húsfreyja frá Vífilsmýri í Önundarfirði, f. 7. ágúst 1897, d. 18. janúar 1998.
Börn þeirra:
1. Vilberg Friðrik Ólafsson málarameistari í Danmörku, f. 4. apríl 1967.
2. Jóhanna Guðrún Ólafsdóttir, Kirkjulundi í Garðabæ, málarameistari, kennari við Fjölbrautarskólann í Kópavogi, f. 17. apríl 1968. Maður hennar er Hjalti G. Karlsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.