Ásdís Steingrímsdóttir (lífeindafræðingur)

From Heimaslóð
Revision as of 13:44, 25 January 2023 by Viglundur (talk | contribs) (Verndaði „Ásdís Steingrímsdóttir (lífeindafræðingur)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Ásdís Steingrímsdóttir.

Ásdís Steingrímsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja, lífeindafræðingur, kennari fæddist þar 28. júlí 1929 og lést 1. september 2007 á líknardeild Landspítalans.
Foreldrar hennar voru Steingrímur Eyfjörð Einarsson sjúkrahússlæknir, f. 19. maí 1894 á Hömrum í Eyjafirði, d. 29. júlí 1941, og kona hans Þorbjörg Ásmundsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, forstöðukona, f. 13. september 1893 á Brekkulæk í Miðfirði, d. 16. júní 1959.

Ásdís var með foreldrum sínum.
Hún varð stúdent í Menntaskólanum á Akureyri 1952, varð cand. phil í Háskóla Íslands, stundaði nám í Hjúkrunarskóla Íslands 1952-1954 og læknadeild Háskólans 1954-1957. Einnig stundaði hún nám í frönsku í háskólanum 1969-1970.
Ásdís kenndi við Laugalækjarskóla í Reykjavík 1969-1970, vann störf rannsóknamanns hjá Rannsóknastofu sauðfjárveikivarna á Keldum 1971-1985, var síðar lífeindafræðingur á Rannsóknastofu Háskólans í veirufræði frá 1985 uns hún lét af störfum vegna aldurs.
Hún vann fyrir Starfsmannafélag ríkisstofnana og BSRB, var m.a. í ritstjórn Félagstíðinda, tók einnig virkan þátt í starfi Samtaka kvenna á vinnumarkaði.
Þau Guðmundur giftu sig 1956, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Eyjum 1956-1960.
Ásdís lést 2007 og Guðmundur 2017.

I. Maður Ásdísar, (19. maí 1956), var Guðmundur Pétursson frá Nesi í Selvogi, læknir, prófessor, forstöðumaður, f. 8. febrúar 1933, d. 23. janúar 2017.
Börn þeirra:
1. Pétur Magnús Guðmundsson leiðsögumaður, f. 21. október 1956, d. 9. nóvember 2006. Maki hans Sveinn Haraldsson.
2. Bergljót Björg Guðmundsdóttir sérkennsluráðgjafi, f. 14. júní 1958. Fyrrum maður hennar Sigurþór Pálsson.
3. Steingrímur Eyfjörð Guðmundsson hljómlistarmaður, f. 8. janúar 1960, d. 2. nóvember 2009. Barnsmæður hans Sigrún Ólafsdóttir og María Gústafsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Morgunblaðið 16. september 2007. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.