Ásbjörn Jónsson (Dölum)

From Heimaslóð
Revision as of 20:39, 22 March 2016 by Viglundur (talk | contribs) (Verndaði „Ásbjörn Jónsson (Dölum)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search

Ásbjörn Jónsson frá Dölum, síðar bóndi á Syðri-Fljótum í Meðallandi fæddist 6. mars 1871 í Dölum og lést 15. nóvember 1922.
Foreldrar hans voru Jón Jónsson húsmaður í Dölum, f. 29. september 1837 á Kvíabóli í Mýrdal, drukknaði 13. mars 1874, er Gaukur fórst við Klettsnef, og kona hans Ólöf Ólafsdóttir húsfreyja, f. 1838, d. 23. janúar 1920.

Ásbjörn var með foreldrum sínum í Dölum fyrstu ár sín.
Hann missti föður sinn þriggja ára, var með móður sinni í Dölum uns hún fluttist með hann og Jóhönnu í V-Skaftafellssýslu.
Hann var ómagi í Bakkakoti í Meðallandi 1878-1881 og aftur 1882-um 1886.
Ásbjörn var vinnumaður á Feðgum (Staðarholti) þar 1886-1894, í Langholti þar 1894-1896, líklega húsmaður á Syðri-Fljótum þar 1896-1901, síðan bóndi þar til dd. 1922.

Kona Ásbjarnar, (28. júlí 1895), var Sigríður Sveinsdóttir húsfreyja, f. 23. október 1871 á Slýjum, d. 2. ágúst 1952 á Syðri-Fljótum. Barna er ekki getið.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.