Guðlaug Oddgeirsdóttir (Ofanleiti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. maí 2015 kl. 19:56 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. maí 2015 kl. 19:56 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Guðlaug Oddgeirsdóttir frá Ofanleiti fæddist 20. janúar 1885 og lést 21. desember 1966.
Foreldrar hennar voru sr. Oddgeir Þórðarson Guðmundsen prestur að Ofanleiti, f. 11. ágúst 1849, d. 2. janúar 1924, og kona hans Anna Guðmundsdóttir húsfreyja að Ofanleiti, f. 9. júní 1848, d. 2. desember 1919.
Guðlaug var vinnukona í Reykjavík 1910, bústýra hjá föður sínum á Ofanleiti 1920 eftir lát móður sinnar, saumakona í Reykjavík 1930, skráð verkakona í Eyjum um skeið. Hún bjó síðast í Reykjavík.
Guðlaug giftist ekki, en átti barn með
I. Þórarni Böðvari (Þórarinssyni) Guðmundssyni verslunarmanni og ritstjóra frá Seyðisfirði. Barnið var
1. Svavar Þórarinsson rafvirki frá Suðurgarði, f. 3. júní 1915, d. 14. apríl 1951.

II. Hún átti barn með Lárusi Johnsen. Barnið var
2. Haukur Lárusson Johnsen, f. 17. nóvember 1914, d. 17. maí 1957.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.