Sveinbjörn Þorleifsson (Brekkuhúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. maí 2015 kl. 13:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. maí 2015 kl. 13:06 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Sveinbjörn Þorleifsson í Brekkuhús, bóndi í Ey í V-Landeyjum, fæddist 6. janúar 1837 og lést 5. ágúst 1911.
Faðir hans var Þorleifur bóndi í Ey, f. 5. júní 1797, d. 23. janúar 1874, Árnason bónda á Efri-Þverá í Fljótshlíð 1801, húsmanns á Kirkjulæk þar 1835, f. 1771 í Fljótshlíð, d. 13. júlí 1843, Arnbjarnarsonar bónda á Kvoslæk í Fljótshlíð, f. 1726, d. 29. júlí 1798, Eyjólfssonar, og konu Arnbjarnar, Sigríðar húsfreyju, f. 1734, d. 17. maí 1814, Ólafsdóttur. Þau Sigríður og Arnbjörn eru ættforeldrar Kvoslækjarættar.
Móðir Þorleifs og kona Árna á Efri-Þverá var Guðrún húsfreyja, f. 1770, d. 11. október 1839, Sveinbjarnardóttir bónda á Kirkjulæk, f. 1741, d. 8. janúar 1824, Þorleifssonar, og konu Sveinbjarnar, Hildar húsfreyju, f. 1729, d. 15. mars 1819, Pálsdóttur.

Móðir Sveinbjarnar í Brekkuhúsi og kona Þorleifs í Ey var Sigrún húsfreyja, f. 6. nóvember 1800 í Fljótshlíð, d. þar 24. janúar 1866, Arngrímsdóttir bónda á Stóra-Moshvoli í Stórólfshvolssókn, Velli í Breiðabólsstaðarsókn og Langekru á Rangárvöllum, að lokum húsmanns í Keflavík, f. 1764 á Árgilsstöðum í Hvolhreppi, skírður 10. október það ár, d. 25. mars 1839 í Keflavík, Guttormssonar bónda á Árgilsstöðum, f. 1726, d. 15. mars 1792, Bergsteinssonar, og konu Guttorms, Sigrúnar húsfreyju, f. 1722, d. 15. mars 1800, Snorradóttur.
Móðir Sigrúnar húsfreyju í Ey og fyrri kona Arngríms Guttormssonar var Halldóra húsfreyja, f. 1768 á Árgilsstöðum, d. 30. janúar 1820 á Rangárvöllum, Sigurðardóttir bónda á Árgilsstöðum , f. 1727, d. 17. júlí 1796, Sigurðssonar, og konu Sigurðar á Árgilsstöðum, Þuríðar húsfreyju, f. 1741 á Árgilsstöðum, d. 30. ágúst 1818 í sókninni.

Kona Sveinbjarnar Þorleifssonar í Brekkuhúsi var Halldóra húsfreyja í Ey, síðar á Vilborgarstöðum, f. 13. september 1833 í Sigluvíkursókn í V-Landeyjum, d. 13. maí 1903, Jónsdóttir tómthúsmanns í Lónshúsi í Garði, Gull., f. 1806, d. 22. maí 1842, Gíslasonar, og barnsmóður Jóns í Lónshúsum, Vigdísar vinnukonu á Skeið í Stórólfshvolssókn 1835, f. 1793 í Breiðabólsstaðarsókn, d. fyrir mt. 1845, Andrésdóttur bónda í Hvolhreppi, f. 1772, d. 8. desember 1834, Jónssonar, og konu Andrésar, Ingibjargar húsfreyju, f. 1770, d. 16. apríl 1824, Þorsteinsdóttur bónda á Bakkavelli, f. (1730), d. 13. júní 1785, Árnasonar, og konu Þorsteins, Vigdísar húsfreyju, f. 1726, d. 6. nóvember 1788, Jónsdóttur.
Móðir Andrésar Jónssonar var Neríður , f. 1727, d. 12. nóvember 1803, Andrésdóttir.

Sveinbjörn Þorleifsson var niðursetningur á Flókastöðum í Fljótshlíð 1840, 1845 og 1850, vinnumaður á Árgilsstöðum í Hvolhreppi 1855 og 1860, og þar var þá Halldóra Jónsdóttir vinnukona.
Hann var kvæntur bóndi í Ey þar 1870 með Halldóru og börnunum Sigurði og Arngrími. Þar var einnig Þorleifur Árnason faðir Sveinbjarnar.
Sveinbjörn var hjá Sigurði Sveinbjörnssyni syni sínum á Fögruvöllum 1901, síðar (1910) hjá honum í Brekkuhúsi.

Börn Sveinbjarnar og Halldóru:
1. Sigurður Sveinbjörnsson bóndi í Brekkuhúsi, f. 20. júní 1865, d. 11. júní 1933.
2. Arngrímur Sveinbjörnsson bóndi á Kirkjubæ, f. 17. júní 1868, d. 11. febrúar 1937.
3. Guðrún Sveinbjörnsdóttir, f. 1874.
4. Sigrún Sveinbjörnsdóttir húsfreyja í Eystra-Fróðholti á Rangárvöllum, f. 2. nóvember 1878, d. 23. apríl 1948.


Heimildir