Margrét Vigfúsdóttir (Gerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. maí 2015 kl. 16:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. maí 2015 kl. 16:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Margrét Vigfúsdóttir (Gerði)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Vigfúsdóttir vinnukona fæddist 4. febrúar 1853 á Bryggjum í A-Landeyjum.
Foreldrar hennar voru Vigfús Magnússon tómthúsmaður, sjómaður í Presthúsum og síðar í Hólshúsi, f. 9. október 1815 lést af vosbúð á skipinu „Ægi“ í Útilegunni miklu 25. febrúar 1869.
Móðir Margrétar var Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja, f. 1. janúar 1827, d. 13. maí 1882.

Bræður Margrétar í Eyjum voru:
1. Sigurður Vigfússon, (Siggi Fúsa).
2. Magnús Vigfússon.
Föðursystir hennar var
3. Sigríður Magnúsdóttir húsfreyja í Brekkuhúsi.

Margrét var tökubarn á Bryggjum hjá Sigurði Ögmundssyni og Sigríði Magnúsdóttur föðursystir sinni 1860, vinnukona þar 1870, fluttist með þeim úr Landeyjum að Brekkuhúsi 1879, var þar vinnukona á því ári og ól Þorgerði í júní. Hún var vinnukona í Garðinum 1880, en Þorgerður var tökubarn í Þorlaugargerði, vinnukona á Gjábakka 1881 með Þorgerði hjá sér, með hana hjá sér í Frydendal 1882, þar með hana 1883 og nú „mormóni“ ritað á blaðrönd, og enn 1884.
Þorgerður lést 1885 og Margrét fluttist úr Eyjum á því ári, en ekki var skráð hvert.

I. Barnsfaðir Margrétar var Sigurður Sigurðsson vinnumaður frá Snotru í Landeyjum.
Barn þeirra var
1. Þorgerður Sigurðaróttir, f. 27. júní 1879, d. 20. mars 1885.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.