Ingveldur Oddsdóttir (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. maí 2015 kl. 16:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. maí 2015 kl. 16:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Ingveldur Oddsdóttir''' vinnukona frá Kirkjubæ fæddist þar 2. nóvember 1831 og lést þar 22. september 1890.<br> Foreldrar hennar voru [[Oddur Ögmundsson...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ingveldur Oddsdóttir vinnukona frá Kirkjubæ fæddist þar 2. nóvember 1831 og lést þar 22. september 1890.
Foreldrar hennar voru Oddur Ögmundsson, síðar bóndi í Gerði, f. 1787, d. 27. janúar 1837, og kona hans Ingveldur Magnúsdóttir húsfreyja, f. 2. janúar 1796, d. 13. október 1868.

Ingveldur var með foreldrum sínum meðan báðum entist líf, en Oddur faðir hennar lést 1837. Hún var með ekkjunni móður sinni 1840, með móður sinni hjá Magnúsi bróður sínum og Guðrúnu Höskuldsdóttur á Kirkjubæ 1845, vinnukona hjá þeim 1850 og 1855, vinnukona hjá Magnúsi bróður sínum og ekkli 1860, vinnukona í Godthaab 1861, á Kirkjubæ hjá Magnúsi og Margréti síðari konu hans 1862-1864, 34 ára „ekkja“ hjá Magnúsi á Kirkjubæ 1865.
Engin merki finnast þess, að hún hafi gifst.
1866 var hún vinnukona á Vilborgarstöðum hjá Arnbjörgu Árnadóttur og Magnúsi Magnússyni, í Norðurgarði hjá Jórunni Guðmundsdóttur og Brynjólfi Halldórssyni 1867-1869.
Hún var vinnukona hjá Þuríði systur sinni og Jóni Árnasyni síðari manni hennar í Þorlaugargerði 1870, var vinnukona hjá Jórunni Skúladóttur og Eyjólfi Eiríkssyni á Kirkjubæ 1871-1881.
Ingveldur var 51 árs vinnukona í Godthaab 1882, fór þaðan 1883 og stefndi á Chicago, sögð ekkja. Eitthvað hefur breyst á skömmum tíma, því að hún var komin á Kirkjubæ 1884 og var þar vinnukona til dd. 1890.
Ingveldur var barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.