Guðríður Jónsdóttir (Nöjsomhed)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. mars 2015 kl. 22:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. mars 2015 kl. 22:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðríður Jónsdóttir (Nöjsomhed)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Guðríður Jónsdóttir vinnukona í Nöjsomhed, síðar húsfreyja á Fljótshólum í Flóa, fæddist 29. janúar 1835 í Gaulverjabæjarsókn í Flóa og lést 25. apríl 1916.
Foreldrar hennar voru Jón „ríki“ Jónsson bóndi og hreppstjóri á Vestri-Loftsstöðum í Flóa, f. 1800, d. 28. ágúst 1863, og kona hans Sigríður „elsta“ Jónsdóttir húsfreyja, f. 1801, d. 17. ágúst 1881.

Guðríður var með foreldrum sínum til ársins 1862, er hún fluttist að Nöjsomhed, var þar 1862-1864. Hún fluttist í Gaulverjabæ 1864 með Jónínu Guðríði dóttur sína.
Guðríður var húsfreyja á Fljótshólum í Flóa 1870 og enn 1910. Hún lést 1916.

I. Barnsfaðir hennar að tveim börnum var Davíð Ólafsson, „Davíð, sem datt“ frá Kirkjubæ, f. 12. apríl 1836, d. 10. mars 1875.
Börn þeirra voru:
1. Jónína Guðríður Davíðsdóttir, f. 30. september 1863 í Nöjsomhed. Hún var tökubarn hjá sr. Páli Ingimundarsyni og Sigríði Eiríksdóttur húsfreyju í Gaulverjabæ 1870, þjónustustúlka á Haugi þar 1880, á Stóru-Háeyri á Eyrarbakka 1890. Hún fór til Vesturheims 1892 frá Kaupmannshúsi á Eyrarbakka.
2. Sigríður Davíðsdóttir ljósmóðir á Fljótshólum og á Hákonarstöðum á Jökuldal, N-Múl., f. 30. október 1864 á Fljótsólum, d. 14. september 1950 í Hafnarfirði.

II. Maður Guðríðar, (1865), var Halldór Steindórsson bóndi á Fljótshólum, f. 27. maí 1837, d. 9. júní 1895.
Börn þeirra hér:
3. Bjarni Halldórsson bóndi á Fljótshólum, f. 28. ágúst, f. 1867, d. 2. júní 1915.
4. Þuríður Halldórsdóttir húsfreyja á Fljótshólum, f. 2. janúar 1869, d. 31. desember 1946.
5. Jón Halldórsson bóndi á Fljótshólum, f. 10. febrúar 1874, d. 21. mars 1920.


Heimildir