Margrét Sæmundsdóttir (Gjábakka)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. mars 2015 kl. 21:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. mars 2015 kl. 21:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Margrét Sæmundsdóttir''' á Gjábakka fæddist 1787 á Sámsstöðum í Fljótshlíð og lést 6. október 1842 á Gjábakka.<br> Foreldrar hennar voru Sæmundur b...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Sæmundsdóttir á Gjábakka fæddist 1787 á Sámsstöðum í Fljótshlíð og lést 6. október 1842 á Gjábakka.
Foreldrar hennar voru Sæmundur bóndi á Vestustu-Sámsstöðum 1801, f. 1752, Jónsson og kona hans Jódís húsfreyja, f. 1755 í Finnshúsum í Fljótshlíð, d. 18. ágúst 1821 á Götum í Mýrdal, Jónsdóttir.

Margrét var systir Sigríðar Sæmundsdóttur húsfreyju á Gjábakka.

Margrét var með foreldrum sínum á Vestustu Sámsstöðum 1801, var vinnukona á Sámsstöðum 1816, húskona þar 1835.
Hún var bústýra hjá Jóni Einarssyni eldri, ekkli á Gjábakka 1836 og enn 1837, líklega til dd. hans í mars 1838.
Margrét var í heimili hjá Sigríði systur sinni 1838-dd. 1842.
Hún var ógift og barnlaus í Eyjum.


Heimildir