Steinunn Jónsdóttir (Götu)
Steinunn Jónsdóttir í Götu fæddist í desember 1823.
Foreldrar hennar voru Jón Símonarson bóndi í Álfhólum í Landeyjum, f. 27. ágúst 1792, d. 6. ágúst 1871, og fyrri kona hans Kristín Þorleifsdóttir húsfreyja, f. 27. júní 1782, d. 3. júní 1833.
Steinunn var með ekklinum föður sínum í Kollabæ í Fljótshlíð 1835, var í fóstri hjá Kristínu Magnúsdóttur bústýru í Vetleifsholti í Holtum 1840.
Hún eignaðist tvíbura með frænda sínum Einari Símonarsyni 1845, síðar bónda í Fagurhól í A-Landeyjum.
Steinunn fluttist að Godthaab 1846, var vinnukona í Frydendal 1847, „sjálfrar sinnar“ í Götu 1848, í Ensomhed 1849.
Hún fluttist til Kaupmannahafnar 1850.
I. Barnsfaðir Steinunnar var Einar Símonarson, síðar bóndi í Fagurhól í A-Landeyjum, f. 5. maí 1803, d. 21. maí 1882.
Börnin voru tvíburar:
1. Þorbergur Einarsson, f. 12. október 1845, d. 24. október 1845.
2. Steinn Einarsson vinnumaður, f. 12. október 1845, d. 1. júní 1869.
II. Barnsfaðir hennar var Þorsteinn Guðmundsson haustmaður.
Börnin voru:
3. Kristný Þorsteinsdóttir, f. 6. janúar 1848 , d. 8. mars 1848 úr „Barnaveikin“
4. Þorsteinn Þorsteinsson, f. 4. september 1849, d. 21. september 1849 „af Barnaveikleika“.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.