Þórdís Pálsdóttir (Kastala)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. mars 2015 kl. 14:35 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. mars 2015 kl. 14:35 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Þórdís Pálsdóttir''' húsfreyja í Kastala fæddist 18. júlí 1777 á Hofi á Kjalarnesi og lést 11. október 1863.<br> Foreldrar hennar voru Páll Bjarnason bó...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Þórdís Pálsdóttir húsfreyja í Kastala fæddist 18. júlí 1777 á Hofi á Kjalarnesi og lést 11. október 1863.
Foreldrar hennar voru Páll Bjarnason bóndi í Ártúni á Kjalarnesi, f. 1735, d. 2. mars 1801, og kona hans Metta Katrín Filippusdóttir, f. 1741.

Þórdís var húsfreyja í Reykjavík 1801.
Þau Einar voru komin til Eyja 1812 og voru þá húsmannshjón i Stakkagerði með Magdalenu 15 ára hjá sér, tómthúshjón í Kastala 1815-1820. Þar var Ingibjörg Þorláksdóttir móðir Einars hjá þeim 1815.
Þau fluttust að Grímsstöðum í Landeyjum 1820, bjuggu síðan í Vestra-Fróðholti í V-Landeyjum.
Hjónin fluttust síðar til Magdalenu dóttur sinnar og voru hjá henni á Grímsstöðum í Landeyjum. Þórdís var að síðustu niðursetningur á Vestri-Klasbarða þar.
Hún lést 1863.

Maður Þórdísar var Einar Þorsteinsson tómthúsmaður í Kastala, f. 1769, d. 1. ágúst 1837.
Barn þeirra hér:
1. Magdalena Einarsdóttir húsfreyja á Ytri-Hól í V-Landeyjum og víðar, f. 1798, d. 20. október 1860.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landmannabók – Landsveit. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson og fleiri. Rangárþing ytra, Hellu 2003.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.