Einar Þorsteinsson (Kastala)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Einar Þorsteinsson sjómaður og tómthúsmaður í Kastala fæddist 1769 á Vatnsleysu í Biskupstungum og lést 1. ágúst 1837.
Foreldrar hans voru Þorsteinn Bjarnason bóndi á Miðfelli í Hrunamannahreppi, f. 1749, d. 1801, og kona hans Ingibjörg Þorláksdóttir húsfreyja, f. 1752, d. 11. febrúar 1828.

Einar var kvæntur sjómaður í Reykjavík 1801.
Hann var kominn til Eyja 1812 og var þá húsmaður í Stakkagerði með Þórdísi konu sinni og Magdalenu 15 ára, tómthúsmaður í Kastala 1815-1820 og með honum var Þórdís kona hans, - og Ingibjörg móðir hans 1815.
Þau fluttust að Grímsstöðum í Landeyjum 1820 og gerðust síðan bændur í Vestra-Fróðholti á Rangárvöllum.
Hjónin fluttust síðar til Magdalenu dóttur sinnar og voru hjá henni á Grímsstöðum í Landeyjum 1835.
Einar lést 1837.

I. Kona Einars var Þórdís Pálsdóttir húsfreyja í Kastala, f. 18. júlí 1777, d. 11. október 1863.
Barn þeirra hér:
1. Magdalena Einarsdóttir húsfreyja á Ytri-Hól í V-Landeyjum og víðar, f. 1798, d. 20. október 1860.
2. Ólafur Einarsson, f. 24. ágúst 1799, dó ungur?

II. Barn Einars með Ingigerði Björnsdóttur frá Eyvindarholti u. Eyjafjöllum, f. 16. nóvember 1774, d. 5. maí 1835:
3. Þórunn Einarsdóttir húsfreyja á Bakka í Hjallasókn, f. 8. júlí 1816, d. 13. mars 1847.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landmannabók – Landsveit. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson og fleiri. Rangárþing ytra, Hellu 2003.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Þorgils Jónasson.