Guðrún Guðnadóttir (Oddsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. febrúar 2015 kl. 21:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. febrúar 2015 kl. 21:54 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Guðnadóttir á Oddsstöðum fæddist 1773 og lést 23. mars 1804 úr tærandi sjúkdómi, 31 árs.
Guðrún fermdist 14 ára eftir uppfræðslu hjá „húsbændum“.
Hún var 26 ára „fátæklingur“ hjá Margréti Guðnadóttur húsfreyju á Oddsstöðum 1801. Ekki er ólíklegt, að þær hafi verið systur.
Sennilega hefur Guðrún ekki getað unnið fyrir sér vegna örorku af einhverjum líkamlegum sökum .
Hún var niðursetningur við andlát 1804.
(Dánar- og giftingaskrár fyrst haldnar í Eyjum 1785, fæðingaskrár 1786).

Ekki er ólíklegt, að foreldrar Guðrúnar hafi verið Guðrún Lafranzdóttir húsfreyja, f. 1746, d. 4. mars 1816, og maður hennar Guðni Sveinsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 1724, d. 28. ágúst 1792.
Þá er líklegt, að systur hennar hafi verið:
1. Margrét Guðnadóttir húsfreyja á Oddsstöðum, f. 1767, d. 20. febrúar 1841.
2. Þóra Guðnadóttir, f. 1774, d. 26. desember 1797.
3. Sesselja Guðnadóttir, f. 1779, d. 16. september 1808.
4. Ingibjörg Guðnadóttir, d. 1. margs 1785 úr ginklofa, lifði 6 daga.
og hálfsystir þeirra þá verið
5. Kristín Guðnadóttir húsfreyja í Skálakoti u. Eyjafjöllum 1801, f. 1766.


Heimildir