Ingveldur Árnadóttir (Ólafshúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. febrúar 2015 kl. 16:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. febrúar 2015 kl. 16:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Ingveldur Árnadóttir''' (án titils) á Vesturhúsum fæddist 1780 og lést 22. júlí 1823 í Ólafshúsum.<br> Hún var tökubarn í Eystri-Garðskrika í Hvolhreppi 17...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ingveldur Árnadóttir (án titils) á Vesturhúsum fæddist 1780 og lést 22. júlí 1823 í Ólafshúsum.
Hún var tökubarn í Eystri-Garðskrika í Hvolhreppi 1795, var í Eystri-Garðsauka þar 1801, systurdóttir Sigríðar Vigfúsdóttur húsfreyju þar.
Ingveldur var komin til Eyja 1816 og var þá á Vesturhúsum. (Húsvitjanabækur í Kirkjubæjarsókn tiltækar frá 1828).


Heimildir