Ingveldur Árnadóttir (Ólafshúsum)
Fara í flakk
Fara í leit
Ingveldur Árnadóttir á Vesturhúsum fæddist 1780 og lést 22. júlí 1823 í Ólafshúsum.
Foreldrar hennar voru Árni Hákonarson bóndi í Stóra-Gerði, f. 1741, d. 16. febrúar 1793, og Guðrún Vigfúsdóttir frá Skíðabakkahjáleigu í A-Landeyjum, húsfreyja, f. 1742, d. 9. júní 1790.
Hún var tökubarn í Eystri-Garðskrika í Hvolhreppi 1795, var í Eystri-Garðsauka þar 1801, systurdóttir Sigríðar Vigfúsdóttur húsfreyju þar .
Ingveldur var komin til Eyja 1816 og var þá á Vesturhúsum. (Húsvitjanabækur í Kirkjubæjarsókn tiltækar frá 1828).
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Magnús Haraldsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.