Þuríður Jónsdóttir (Ofanleiti)
Þuríður Jónsdóttir ekkja, fátæklingur á Ofanleiti 1801, fæddist 1726 og lést líklega 3. október 1808.
Þuríður er skráð 75 ára fátæklingur og ekkja af fyrsta hjónabandi 1801. Ekki er ljóst, hver maður hennar var né börn, ef einhver voru.
Til er í pr.þj.bók Þuríður Jónsdóttir, sem dó 1808 sveitarómagi á
Kirkjubæ, 91 árs. Engin slík finnst nokkurs staðar á mt. 1801 né finnst önnur Þuríður Jónsdóttir á þessum aldri látin í nánd. Líklega er um misritun að ræða, aldur hefði átt að vera 81 ár.
Þessari Þuríði er blandað við Þuríði Jónsdóttur ljósmóður, sem starfaði í Eyjum frá 1773 og var 61 árs leigjandi hjá Jens Klog faktor á Kornhólsskansi 1801.
(Dánar- og giftingaskrár voru fyrst haldnar 1785, fæðingaskrár 1786).
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.