Snjófríður Magnúsdóttir (Presthúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. janúar 2015 kl. 17:41 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. janúar 2015 kl. 17:41 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Snjófríður Magnúsdóttir húsfreyja í Presthúsum fæddist 1752 og lést 1. febrúar 1824 að Ofanleiti.
Foreldrar hennar voru Magnús Filippusson bóndi á Lambafelli u. Eyjafjöllum, f. 1716 og kona hans Valgerður Ísleifsdóttir húsfreyja, f. 1717, á lífi 1762.

Snjófríður var húsfreyja á öðru býlinu í Presthúsum 1789. Hún missti Hall 1804 og var komin að Ofanleiti 1812, ekkja, og dvaldi þar til dd.

Maður Snjófríðar, (10. júní 1787), var Hallur Eiríksson bóndi í Presthúsum, f. 1762, d. 19. mars 1804.
Af 6 börnum þeirra lifði eitt til fullorðinsára.
Börn þeirra hér:
1. Valgerður Hallsdóttir, f. 30. júní 1789, d. 19. júlí 1789 „af Bráðaveiki“.
2. Guðríður Hallsdóttir, f. 3. september 1790, d. 8. september 1790 úr ginklofa.
3. Valgerður Hallsdóttir, f. 20. desember 1791, d. 6. janúar 1792 úr ginklofa.
4. Valgerður Hallsdóttir húsfreyja, f. 20. febrúar 1793, d. 22. júní 1863.
5. Eiríkur Hallsson, f. 5. desember 1796, d. 10. desember 1796 úr ginklofa.
6. Rannveig Hallsdóttir, f. 9. desember 1799, d. 18. desember 1799 úr ginklofa.


Heimildir