Valgerður Hallsdóttir (Presthúsum)
Valgerður Hallsdóttir frá Presthúsum fæddist 20. febrúar 1793 og lést 22. júní 1863.
Foreldrar hennar voru Hallur Eiríksson bóndi í Presthúsum, f. 1762, 19. mars 1804, og kona hans Snjófríður Magnúsdóttir húsfreyja, f. 1752.
Valgerður lifði ein 6 barna foreldra sinna.
Hún var með foreldrum sínum í Presthúsum 1801, vinnukona á Vilborgarstöðum 1816, bústýra Ólafs Erlendssonar við giftingu í Elínarhúsi 1827, húsfreyja þar 1828.
Hún kom 42 ára ekkja úr Holtasókn 1835, var 42 ára ekkja og vinnukona á Búastöðum 1835, 47 ára ekkja og vinnukona á Fögruvöllum 1840, 53 ára vinnukona í Hólmfríðarhjalli 1845, 58 ára niðursetningur í Presthúsum 1850 og í Nöjsomhed 1855, 64 ára niðursetningur í Godthaab 1857, 71 árs niðursetningur á Búastöðum við andlát 1863.
I. Maður hennar, (18. janúar 1827), var Ólafur Erlendsson, tómthúsmaður frá Finnshúsum í Fljótshlíð, f. 20. september 1799, d. 27. október 1833.
Börn finnast ekki í Eyjum.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.