Rakel Sigvaldadóttir (Kirkjubæ)
Rakel Sigvaldadóttir vinnukona á Kirkjubæ hjá Stefáni Guðmundssyni fæddist 1764 og lést 24. maí 1786 úr bólusótt.
(Dánarskrár fyrst haldnar 1785, fæðingarskrár 1786).
Foreldrar hennar voru e.t.v. Sigvaldi Árnason bóndi í Hvammi og á Borgarfelli í Skaftártungu, f. 1720, og ónefnd kona hans, f. 1722.
Bræður gætu þá hafa verið Bjarni Sigvaldason á Vesturhúsum og Símon Sigvaldason á Steinsstöðum.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Prestþjónustubók.