Geirlaug Þorsteinsdóttir (Fögruvöllum)
Geirlaug Þorsteinsdóttir húsfreyja á Fögruvöllum fæddist 27. júlí 1834 á Seljalandi í Fljótshverfi og lést 22. mars 1919.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn Bjarnason bóndi, síðast í Nýjabæ í Landbroti, f. 30. nóvember 1807 í Mörk á Síðu, d. 11. ágúst 1939 í Nýjabæ í Landbroti, og fyrri kona hans Ólöf Jónsdóttir húsfreyja f. 1805 á Þverá á Síðu, d. 2. júlí 1836 í Bakkakoti syðra í Meðallandi.
Geirlaug var með foreldrum sínum á Seljalandi og í Bakkakoti syðra fyrstu tvö ár ævinnar. Móðir hennar dó, er hún var tveggja ára.
Hún var síðan með föður sínum og stjúpu, Valgerði Gissurardóttur, í Nýjabæ 1838-1839, er faðir hennar lést og með stjúpu sinni til 1841. Ómagi var hún í Ásgarði í Landbroti 1841-1842, í Nýjabæ 1842-1846, í Skaftárdal á Síðu 1846-1847, á Breiðabólstað þar 1847-1848.
Hún fluttist frá Síðu til Eyja 1848, 14 ára vinnukona.
Geirlaug var vinnukona í Fredensbolig 1849 og enn 1852, í Godthaab 1854. Þá var hún vinnukona í Garðinum 1856-1858, í Norðurgarði 1859-1862, vinnukona á Ofanleiti 1863, er þeim Erlendi fæddist andvana sveinbarn. Hún var bústýra Erlendar á Fögruvöllum 1864 og við giftingu þeirra 1865. Á því ári fæddist Þorsteinn og Guðmundur 1868. Þau bjuggu áfram á Fögruvöllum til ársins 1871, er þau urðu húsfólk á Kirkjubæ. Þar voru þau til 1873, er Erlendur lést.
Geirlaug var vinnukona á Vesturhúsum 1874 og enn 1877, í Svaðkoti 1879 og 1880, er Þorsteinn sonur hennar hrapaði úr Hamrinum, vinnukona á Ofanleiti 1886 og 1887, í Landlyst 1888-1892.
Hún fluttist úr Eyjum 1892 í Njarðvíkur og síðar í Vestri-Tungu í V-Landeyjum og í Hrunamannahreppi, var þar vinnukona í Syðra-Langholti 1901 og 1910.
Hún lést 1919.
Maður Geirlaugar, (13. október 1865), var Erlendur Sigurðsson tómthúsmaður á Fögruvöllum, húsmaður á Kirkjubæ, f. 1841, d. 10. desember 1873 úr limafallssýki (holdsveiki).
Börn þeirra hér:
1. Andvana sveinbarn, f. 9. desember 1863.
2. Þorsteinn Erlendsson, f. 7. ágúst 1865, „léttadrengur frá Jómsborg“, hrapaði í Hamrinum 9. júlí 1880.
3. Guðmundur Erlendsson, f. 16. september 1868, drukknaði með Bjarna í Svaðkoti og þrem öðrum 16. júní 1883.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.