Ellert Schram Þorkelsson
Ellert Schram Þorkelsson (nefndur Lerti) vinnumaður frá Kokkhúsi fæddist 11. september 1844 og lést 19. september 1892.
Foreldrar hans voru Þorkell Brandsson tómthúsmaður í Kokkhúsi, f. 1815, og kona hans, Elín Jónsdóttir húsfreyja, f. 7. mars 1814, d. 10. júní 1866.
Ellert var með foreldrum sínum í æsku, uns faðir hans flutti til lands 1862 og yfirgaf fjölskylduna, „óvíst hvert“.
Ellert var í vinnumennsku alla starfsævi sína, - í Draumbæ 1862, í Nöjsomhed 1863, í London 1864, í Görðum við Kirkjubæ 1865, í Vanangri 1870, á Vilborgarstöðum 1880 og, 1881, í Dölum 1882, í Þorlaugargerði 1883-1891, vinnumaður á Ofanleiti við andlát 1892, 48 ára.
Ellert var í Herfylkingunni.
Hann var ókvæntur og barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.