Guðfinna Jónsdóttir Austmann
Guðfinna Jónsdóttir Austmann fæddist árið 1823 og lést 7. apríl 1897. Foreldrar hennar voru Jón Austmann prestur í Vestmannaeyjum og Þórdís Magnúsdóttir.
I. Barnsfaðir Guðfinnu var Jörgen Johnsen verslunarstjóri í Garðinum, f. 1821.
Barn þeirra var
1. Jóhann Jörgen Johnsen veitingamaður og útgerðarmaður í Frydendal faðir Johnsenbræðra, f. 9. október 1847, d. 11. maí 1893.
II. Guðfinna giftist þann 15. nóvember 1848 Árna Einarssyni frá Vilborgarstöðum.
Árni og Guðfinna eignuðust 9 börn. Þau voru:
2. Ólöf Árnadóttir, f. 29. desember 1848, dó ungbarn.
3. Sigurður Árnason, f. 19. maí 1850, d. 19. september 1853 úr „barnaveiki“.
4. Einar Árnason verslunarmaður í Rvk, f. 16. október 1852, d. 16. mars 1923.
5. Sigurður Árnason, f. 16. desember 1853, d. 28. desember 1853 úr ginklofa.
6. Jón Árnason kaupmaður í Rvk, f. 24. maí 1855, d. 10. janúar 1933.
7. Sigfús Árnason tónlistarmaður, alþingismaður, f. 10. september 1856, d. 8. júní 1922.
8. Þórdís Magnúsína Árnadóttir húsfreyja, f. 6. ágúst 1859, d. 25. október 1910.
9. Lárus Matthías Árnason lyfsali í Bandaríkjunum, f. 24. júní 1862, d. 14. nóvember 1909.
10. Kristmundur Árnason, f. 2. júní 1863. Hann fór til Vesturheims 1887.