Jess Thomsen Christensen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. september 2014 kl. 17:30 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. september 2014 kl. 17:30 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Jes Thomsen Christensen''' kaupmaður og verslunarstjóri í Godthaab fæddist 1816. Hann keypti Godthaabsverslun ásamt mági sínum Jens Christian Thorvald Abel 10. jú...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jes Thomsen Christensen kaupmaður og verslunarstjóri í Godthaab fæddist 1816.

Hann keypti Godthaabsverslun ásamt mági sínum Jens Christian Thorvald Abel 10. júní 1847. Kaupverðið var 13.000 ríkisbankadalir í silfri, en þeir höfðu greitt kaupverðið að fullu árið 1855.
Verslunina ráku þeir til ársins 1858, en 26. júní á því ári seldu þeir félagar hana H.E.Thomsen.
Jes dvaldi hér á landi aðeins eitt ár eftir að hann eignaðist verslunina, en annars sat hann í Kaupmannahöfn að vetrinum.

Kona hans, (3. desember 1841), var Jensine Marie Andrea Abel, f. 1821. Hún var dóttir Abels sýslumanns og konu hans Diderikke Claudine Abel húsfreyju. Þau Jens fluttust úr landi 1845 barnlaus, en þeim fylgdi Carolina Augusta Abel systir Jensine 11 ára.


Heimildir