Andrés Sigurðsson (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. júlí 2014 kl. 16:59 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. júlí 2014 kl. 16:59 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Andrés Sigurðsson''' sjómaður og bóndi á Kirkjubæ fæddist 1. ágúst 1809 í Neðri-Dal í Mýrdal og lést 19. maí 1865 í Dölum.<br> Foreldrar ...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Andrés Sigurðsson sjómaður og bóndi á Kirkjubæ fæddist 1. ágúst 1809 í Neðri-Dal í Mýrdal og lést 19. maí 1865 í Dölum.
Foreldrar hans voru Sigurður Eyjólfsson bóndi, síðast í Skagnesi í Mýrdal, f. 1765, d. 20. ágúst 1813, og kona hans Guðrún Kolbeinsdóttir húsfreyja, f. 1767, á lífi 1823.

Andrés fermdist frá Stóru-Heiði í Mýrdal, var í Engidal í Skaftártungu til ársins 1831, á Rauðhálsi í Mýrdal 1831-1832, vinnumaður í Skammadal 1832-1835.
Hann fluttist til Eyja 1840 undan Eyjafjöllum, var vinnumaður á Búastöðum 1841, húsmaður, búsettur á Kirkjubæ 1843 og 1845 og enn 1850. Hann var bóndi á Löndum 1854 og enn 1855, í Steinmóðshúsi 1860. Hann bjó í Steinshúsi við andlát Guðríðar 1863. Við andlát sitt 1865 var hann ómagi í Dölum, lést úr „bjúg“.

Kona hans, (10. nóvember 1843), var Guðríður Höskuldsdóttir húsfreyja, f. 26. júní 1803, d. 7. mars 1863.
Börn þeirra hér:
1. Andrés Andrésson, f. 9. september 1841, d. 15. september 1842 úr ginklofa.
2. Margrét Andrésdóttir, f. 1. ágúst 1843, d. 7. ágúst 1843 „af umgangandi veikindum“.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.