Þuríður Jónsdóttir (Vilborgarstöðum)
Þuríður Jónsdóttir húsfreyja frá Vilborgarstöðum fæddist 21. maí 1815 og lést 24. júlí 1850.
Foreldrar hennar voru Jón Pálsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 1788, d. 2. ágúst 1864 og fyrri kona hans Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum, f. 1791, d. 10. júní 1848.
Þuríður var í Þorkelshjalli 1840 með Þorkeli og barninu Helgu 2 ára, í Þorlaugargerðishjalli 1845 með Þorkeli og börnunum Jóni Þorkelssyni 13 ára, Helgu 8 ára og Guðrúnu 2 ára.
Á síðasta ári sínu bjó hún í Þorkelshjalli með Þorkeli og börnunum Helgu 13 ára og Guðrúnu 7 ára.
Maður Þuríðar var Þorkell Einarsson tómthúsmaður í Þorkelshjalli, f. 1809, d. 6. febrúar 1853.
Börn þeirra hér:
1. Guðmundur Þorkelsson, f. 15. janúar 1837, d. 22. janúar 1837 „af barnaveiki“.
2. Helga Þorkelsdóttir, f. 6. september 1838, vinnukona í Stóra-Gerði við andlát 22. júlí 1857.
3. Jóhann Þorkelsson, f. 22. október 1839, d. 29. október 1839 „af ginklofa“.
4. Jón Þorkelsson, f. 30. maí 1841, d. 31. maí 1841 „af ginklofa“.
5. Sigurður Þorkelsson, f. 12. ágúst 1842, d. 17. ágúst 1842 „af ginklofa“.
6. Böðvar Högni Þorkelsson, f. 12. ágúst 1842 úr ginklofa.
7. Guðrún Þorkelsdóttir húsfreyja í Fagurlyst, f. 10. janúar 1844, d. 14. október 1919.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.