Jón Pálsson (Vilborgarstöðum)
Jón Pálsson sjómaður á Vilborgarstöðum fæddist 20. febrúar 1788 í Kvernhól og lést 2. ágúst 1864.
Foreldrar hans voru Páll Guðmundsson bóndi og sjómaður á Vilborgarstöðum, f. 1765, d. 5. ágúst 1810, og fyrri kona hans Emerentíana Jónsdóttir húsfreyja, f. 1762, d. 29. september 1792.
Jón var 14 ára með föður sínum á Vilborgarstöðum 1801. Hann var kvæntur húsbóndi þar með Jóhönnu og barninu Þuríði 1816. Þau höfðu þá misst 3 börn, líklega öll úr ginklofa og í heild misstu þau þannig 7 af átta börnum sínum. Presturinn kallaði þennan algenga dauðdaga oft nafninu „Barnaveiki“ eða „Barnaveikindi“, sem gat haft tvíræða merkingu.
Þau Jón og Katrín voru niðursetningar á Vilborgarstöðum 1860, hann 74 ára, hún 60 ára. Hann lést 1864, en hún 1869.
Jón var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (11. maí 1809, skildu með dómi 7. janúar 1826), var Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum 1816, f. 1791 á Borðeyri við Hrútafjörð, d. 10. júní 1848.
Börn þeirra hér:
1. Jón Jónsson, f. 26. febrúar 1810, d. 7. mars 1810 úr „Barnaveikindum“.
2. Högni Jónsson, f. 20. mars 1811, d. 7. apríl 1811 úr „Barnaveikindum“.
3. Jakob Jónsson, f. 31. janúar 1813, hefur dáið ungur. Hann finnst ekki á mt. 1816.
4. Þuríður Jónsdóttir, f. 21. maí 1815 á Vilborgarstöðum, d. 24. júlí 1850.
5. Jóhannes Jónsson, f. 31. desember 1816, d. 12. febrúar 1817 úr „barnaveiki“.
6. Jón Jónsson, f. 21. september 1818, d. 29. september 1818 úr „barnaveiki“.
7. Ossila Jónsdóttir, f. 30. júlí 1820, d. 5. ágúst 1820 úr „barnaveiki“.
8. Jóhannes Jónsson, f. 21. nóvember 1822, d. 5. daga gamall úr „barnaveiki“.
II. Síðari kona Jóns, (19. júlí 1835), var Katrín Þorsteinsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum 1845, f. 1800 í Skíðabakkahjáleigu í A-Landeyjum, d. 4. september 1869.
Börn þeirra hér:
1. Andvana fætt piltbarn 16. apríl 1826.
2. Emerentíana Jónsdóttir, f. 31. desember 1827. Hún mun hafa dáið ung.
3. Jóhanna Jónsdóttir, f. 2. maí 1831, d. 9. maí 1831 úr „barnaveiki“.
4. Katrín Jónsdóttir, f. 27. apríl 1835, d. 20. september 1851 úr „barnaveikindum“.
5. Jón Jónsson, f. 11. ágúst 1837, d. 22. ágúst 1837 úr ginklofa.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Dómsskjöl í Þjóðskjalasafni.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.