Jóhann Stefánsson (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. júlí 2014 kl. 18:23 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. júlí 2014 kl. 18:23 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Jóhann Stefánsson''' frá Vilborgarstöðum fæddist 29. maí 1829.<br> Foreldrar hans voru [[Jóhanna Jónsdóttir (Vilborgarstöðum)|Jóhanna Jónsdóttir...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jóhann Stefánsson frá Vilborgarstöðum fæddist 29. maí 1829.
Foreldrar hans voru Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja, f. 1791, d. 10. júní 1848, og líklega Stefán Ólafsson, sem var vinnumaður á Vilborgarstöðum 1835, fráskilinn frá árinu 1817, f. 16. maí 1792, d. 3. apríl 1847.

Við skírn Jóhanns: „Móðir ....skilin frá manni“.
Jóhann var með móður sinni á Vilborgarstöðum 1835. Jóhanna móðir hans er þá sögð ógift, en Jón Pálsson maður hennar er þar húsbóndi og Katrín Þorsteinsdóttir er þar bústýra, en hún varð síðari kona Jóns. Jóhann er 5 ára og Sigríður systir hans 9 ára, bæði skráð Stefánsbörn, og Stefán Ólafsson er þar vinnumaður 55 ára. Öll eru þau á sama býlinu.

Við manntal 1840 er Jóhann skráður 11 ára undir nafninu Johann Johansen, og 1845 er hann skráður 16 ára vinnudrengur undir nafninu Johan Johansen. Hann finnst ekki síðan lífs né liðinn.


Heimildir