Einar Einarsson (Frydendal)
Einar Einarsson vinnumaður í Frydendal og víðar fæddist 28. ágúst 1853 og lést 9. ágúst 1888.
Foreldrar hans voru Geirdís Þórðardóttir vinnukona, f. 1821, d. 1. febrúar 1893, og Einar Guðmundsson á Steinsstöðum, f. 26. mars 1834, hrapaði til bana 27. maí 1858.
Einar var með móður sinni í Götu 1853 og enn í Þorlaugargerði 1860. Hann var með þeim Þórði í Kastala 1863 og í Þórðarhjalli 1864, í Háagarði 1866 og 1867, í Ólafshúsahjalli 1868.
Einar var léttadrengur í Frydendal 1870. Hann veiktist af holdsveiki og mun hafa verið öryrki eftir það, dó úr þeim sjúkdómi í Elínarhúsi 1888, 34 ára gamall, ókvæntur og barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.