Jón Bergþórsson (Búastöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. júní 2014 kl. 13:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. júní 2014 kl. 13:36 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Jón Bergþórsson bóndi, síðan vinnumaður, fæddist 1757 og lést sennilega fyrir mt. 1816.

Jón var bóndi á Búastöðum 1789 og 1790, í Svaðkoti 1799. Hann var kvæntur vinnumaður á Kornhólsskansi 1801 og 55 ára vinnumaður á Gjábakka 1812.

Kona Jóns, (3. ágúst 1788), var Þórunn Hreiðarsdóttir frá Kirkjubæ, f. 1765.
Börn þeirra hér:
1. Vilborg Jónsdóttir, f. 5. júní 1789 á Búastöðum, d. 14. júní 1789 úr ginklofa.
2. Einar Jónsson, f. 5. júlí 1790 á Búastöðum, d. 23. júlí 1790 úr ginklofa.
3. Þorgerður Jónsdóttir, f. 10. október 1791, d. 16. október 1791 úr ginklofa.
4. Þorvaldur Jónsson, f. 29. nóvember 1792, d. 5. desember 1792, viku gamall úr „brjóstveiki“.
5. Bergþór Jónsson, f. 16. ágúst 1799 í Svaðkoti, d. 25. ágúst 1799 úr ginklofa.
6. Halldóra Jónsdóttir, f. 15. janúar 1802, d. 20. janúar 1802 úr ginklofa.

Barnsmóðir Jóns var Signý Snorradóttir ógift vinnukona á Vilborgarstöðum, f. 1768, d. 3. mars 1802.
Barnið var
7. Oddur Jónsson bóndi í Dölum, f. í ágúst 1791, d. 10. október 1836.


Heimildir