Gróa Grímsdóttir (Búastöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. júní 2014 kl. 19:59 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. júní 2014 kl. 19:59 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Gróa Grímsdóttir''' húsfreyja á Búastöðum fæddist 17. júlí 1797 og lést 18. júlí 1869.<br> Foreldrar hennar voru Grímur Jónsson bóndi í Miðey í ...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Gróa Grímsdóttir húsfreyja á Búastöðum fæddist 17. júlí 1797 og lést 18. júlí 1869.
Foreldrar hennar voru Grímur Jónsson bóndi í Miðey í A-Landeyjum, f. 1760 í Oddakoti þar, d. 15. janúar 1855 í Miðey, og kona hans Jódís Þórðardóttir húsfreyja, f. 1759, d. 4. janúar 1834 í Miðey.

1. Systir Gróu var Una Grímsdóttir húsfreyja í Dölum.
2. Systursonur Gróu var Jón Guðmundsson vinnumaður á Búastöðum.

Maður Gróu (15. júní 1823 ), var Páll Jensson bóndi, f. 1797, d. 8. ágúst 1869.
Þau Páll voru barnlaus, en ólu upp tvö börn.
Þau voru:
1. Sigríður Sveinsdóttir, f. 18. júní 1849, dóttir Sveins Sveinssonar og Valgerðar Sigurðardóttur.
2. Halldór Jónsson, f. 19. febrúar 1855, sonur Jóns Guðmundssonar vinnumanns á Búastöðum og Guðbjargar Guðmundsdóttur vinnukonu þar.


Heimildir