Páll Pálsson (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. maí 2014 kl. 14:47 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. maí 2014 kl. 14:47 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Páll Pálsson''' trésmíðanemi frá Kirkjubæ fæddist 19. febrúar 1833 og hrapaði til bana úr Hábarði í Elliðaey 20. ágúst 1857. <br> Foreldrar han...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Páll Pálsson trésmíðanemi frá Kirkjubæ fæddist 19. febrúar 1833 og hrapaði til bana úr Hábarði í Elliðaey 20. ágúst 1857.
Foreldrar hans voru sr. Páll Jónsson prestur á Kirkjubæ í Eyjum, f. 9. júlí 1779, drukknaði í Eystri-Rangá 15. september 1846, og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja og ljósmóðir, f. 16. maí 1791, d. 14. febrúar 1850.

Systkini Páls, sem lifðu bernskuna voru:
1. Eva Hólmfríður Pálsdóttir húsfreyja f. 22. janúar 1812, d. 28. maí 1866.
2. Guðrún eldri húsfreyja, f. 18. apríl 1816, d. 28. júní 1909.
3. Guðrún yngri („Gunna skálda”) húsfreyja, f. 16. október 1815, d. 3. marz 1890.
4. Kristín vinnukona, ógift, f. 17. marz 1817, d. um 1900 í Straumfirði á Mýrum.
5. Solveig húsfreyja og ljósmóðir, f. 8. október 1821, d. 24. maí 1886.

Páll ólst upp á Kirkjubæ hjá fjölskyldunni. Faðir hans lét af prestskap 1837, er Páll var 4 ára og var lítið í Eyjum eftir það, en móðir hans bjó áfram á Kirkjubæ og stundaði ljósmóðurstörf.
Páll nam trésmíðar, var til heimilis í Götu við andlát .
Var hann við fuglatekju í Elliðaey í ágúst 1857. Hröpuðu þrír félagar undir eins. Tveir slösuðust, en Páll lést, „sniðkaradrengur frá Götu,“ segir í dánarskrá.


Heimildir