Ingveldur Nikulásdóttir (Vilborgarstöðum)
Ingveldur Nikulásdóttir bústýra á Álftarhóli og Búðarhóli í A-Landeyjum og að síðustu í dvöl hjá Nikólínu dóttur sinni og Jóhanni Scheving á Vilborgarstöðum fæddist 20. nóvember 1859 í Strandarhjáleigu í Landeyjum og lést 8. október 1944 á Vilborgarstöðum.
Faðir hennar var Nikulás bóndi í Krosshjáleigu (nú Kross II) í A-Landeyjum, f. 5. maí 1833 á Skækli (nú Guðnastaðir) þar, d. 9. mars 1889 í Krosshjáleigu, Árnasonar bónda í Rimakoti þar, f. 5. ágúst 1803 á Skækli, d. 12. janúar 1854 í Rimakoti, Pálssonar bónda á Skækli, Skíðbakka og Kúfhóli þar, f. 1779 á Skíðbakka, d. 9. desember 1851 í Rimakoti, Jónssonar, og konu Páls, (28. október 1802), Guðrúnar húsfreyju, f. 1777 í Hólmum í A-Landeyjum, d. 13. janúar 1852 í Rimakoti, Árnadóttur.
Móðir Nikulásar í Krosshjáleigu og fyrri kona Árna í Rimakoti, (30. október 1829), var Ingveldur húsfreyja, f. 29. september 1806 á Núpi u. Eyjafjöllum, d. 6. ágúst 1843 í Rimakoti, Ormsdóttir bónda á Butru í A-Landeyjum, en síðar á Núpi, Ysta-Skála og í Gerðakoti u. Eyjafjöllum, f. 10. júní 1763 á Butru, d. 30. mars 1820 í Gerðakoti þar, Ormssonar, og síðari konu Orms, (2. júlí 1797), Bjargar húsfreyju, f. 1771 á Dúðu í Fljótshlíð, d. 16. febrúar 1840 á Búðarhóli í A-Landeyjum, Benediktsdóttur.
(Sjá Óskar P. Einarsson til að sjá ætt Árna Pálssonar og Ingveldar Ormsdóttur í Eyjum).
Móðir Ingveldar Nikulásdóttur á Álftarhóli og kona Nikulásar í Krosshjáleigu var, (17. október 1861), Oddný húsfreyja, f. 20. apríl 1837, d. 17. apríl 1891, Gunnlaugsdóttir bónda og formanns í Litlu-Hildisey, f. 28. ágúst 1804 á Bryggjum í A-Landeyjum, d. 21. nóvember 1884, Einarssonar bónda í Litlu-Hildisey, f. 1780 í Hólmum, d. 25. september 1846 í Eystri-Hól, Árnasonar, og konu Einars, (28. nóvember 1803), Oddnýjar húsfreyju, f. 1769, d. 27. febrúar 1850, Guðmundsdóttur.
Móðir Oddnýjar Gunnlaugsdóttur og kona Gunnlaugs, (30. ágúst 1829), var Guðríður húsfreyja, f. 11. nóvember 1807, d. 12. júní 1900, Magnúsdóttir bónda í Oddakoti, f. 1759, d. 28. maí 1819, Jónssonar, og konu Magnúsar, (11. nóvember 1793), Sigríðar húsfreyju, f. 1768, d. 8. janúar 1847, Jónsdóttur.
Ingveldur var hjá móðurforeldrum sínum í Litlu-Hildisey 1860, þá eins árs. Hún er hjá ekkjunni móður sinni 1890, 30 ára. Ógift húsfreyja er hún á Álftarhóli 1901, ógift húsfreyja á Búðarhóli 1910 með Halldóri húsbónda, dætrum sínum þrem og syni hennar Guðna Guðnasyni, f. 20. ágúst 1893.
I. Barnsfaðir Ingveldar var Guðni Guðmundsson vinnumaður í Skíðbakkahjáleigu, f. 3. október 1864, d. 25. mars 1893, ókvæntur. Hann var bróðir Halldórs, síðar manns Ingveldar.
Barn þeirra Ingveldar og Guðna:
1. Guðni Guðnason bóndi á Búðarhóli, síðar formaður á Stokkseyri, f. 20. ágúst 1893, d. 9. ágúst 1982 á Kumbaravogi, kvæntur Sigurbjörgu Guðlaugsdóttur húsfreyju, f. 9. mars 1892, d. 19. júní 1974.
II. Maður (sambýlismaður) Ingveldar á Álftarhóli var Halldór bóndi á Álftarhóli og Búðarhóli, f. 27. ágúst 1858 í Búðarhólshjáleigu í A-Landeyjum, d. 15. janúar 1914 á Búðarhóli, Guðmundsson. Móðir Halldórs bónda var Elín húsfreyja, f. 25. mars 1832 í Austur-Búðarhólshjáleigu (nú Hólavatn), d. 14. janúar 1897, Sigurðardóttir.
Börn Ingveldar og Halldórs voru:
2. Nikólína Halldórsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum, f. 21. október 1896, d. 27. mars 1983, gift Jóhanni Scheving.
3. Elín Halldórsdóttir húsfreyja á Landagötu 16, f. 9. ágúst 1898, d. 30. október 1969, gift Ágústi Sigfússyni.
4. Oddný Halldórsdóttir húsfreyja í Sigtúni, gift Jóni Bjarnasyni.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Íslendingabók.is.