Margrét Árnadóttir (Nýjabæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. apríl 2014 kl. 21:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. apríl 2014 kl. 21:43 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Árnadóttir húsfreyja í Nýjabæ og á Miðhúsum fæddist 1774 og lést 8. september 1800 af barnsförum.

Maður Margrétar, (29. október 1797), var Þorsteinn Þorsteinsson, síðar bóndi á Kirkjubæ, sá yngri með þessu nafni, f. 1767, d. 21. ágúst 1846.
Börn þeirra hér:
1. Guðrún Þorsteinsdóttir, f. 27. desember 1797 í Nýjabæ, d. 3. janúar 1798 úr ginklofa.
2. Sigurður Þorsteinsson, f. 7. september 1800 á Miðhúsum, d. 17. september 1800 úr ginklofa.


Heimildir