Guðmundur Árnason (Ömpuhjalli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. mars 2014 kl. 13:40 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. mars 2014 kl. 13:40 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Guðmundur Árnason''' tómthúsmaður, sjómaður og meðhjálpari í Ömpuhjalli fæddist á Giljum í Mýrdal, var skírður 25. september 1827 og lést 9. okt...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Árnason tómthúsmaður, sjómaður og meðhjálpari í Ömpuhjalli fæddist á Giljum í Mýrdal, var skírður 25. september 1827 og lést 9. október 1879.
Foreldrar hans voru Árni Guðmundsson bóndi, lengst á Giljum í Mýrdal, f. 1787, d. 2. febrúar 1851, og kona hans Jórunn Benediktsdóttir húsfreyja, f. 29. september 1788, d. 26. júní 1837.

Guðmundur var með foreldrum sínum til ársins 1840. Þá varð hann léttadrengur á Litlu-Hólum í Mýrdal til ársins 1844/5. Vinnumaður var hann í Eystri-Skógum u. Eyjafjöllum 1845-1851.
Hann fluttist að Ömpuhjalli frá Eystri-Skógum 1851 og var þar tómthúsmaður og sjómaður, síðar einnig meðhjálpari, og þar lést hann 1879 úr „brjóstveiki“.

Kona Guðmundar, (17. október 1856), var Guðný Árnadóttir húsfreyja, f. 27. desember 1834, d. 7. desember 1916 í Vesturheimi.
Börn þeirra hér:
1. Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 19. október 1854 í Ömpuhjalli. Hún fór til Vesturheims frá Batavíu 1892.
2. Jórunn Guðný Guðmundsdóttir, f. 1. október 1859 í Ömpuhjalli, d. 24. septemmber 1883.
3. Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja og vinnukona, f. 29. júní 1862, d. 21. apríl 1904.
4. Jónína Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 9. október 1864 í Ömpuhjalli, d. 20. janúar 1866.
5. Jónína Helga Valgerður Guðmundsdóttir (Ömpuhjalli)| Jónína Helga Valgerður Guðmundsdóttir]], f. 14. september 1867, d. 18. desember 1932 í Vesturheimi.
6. Jóhanna Sigríður Guðmundsdóttir, f. 7. desember 1870, d. 23. mars 1926 í Vesturheimi.
7. Karólína Guðrún Guðmundsdóttir, f. 1. maí 1876 í Mandal, d. 25. júní 1962 í Vesturheimi.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.